Tveir fossar til Samskipa

Silver River, frystigámaskip Silver Sea í Noregi, dótturfélags Samskipa. Það …
Silver River, frystigámaskip Silver Sea í Noregi, dótturfélags Samskipa. Það hét áður Dalfoss og var smíðað í Noregi 2007 fyrir Eimskip. mbl.is

Sil­ver Sea, norskt skipa­fé­lag sem er að helm­ings­hluta í eigu Sam­skipa, hef­ur ný­lega bætt tveim­ur frysti­skip­um í flota sinn sem áður voru í eigu Eim­skips í Nor­egi: Dal­foss og Lang­foss. Heita skip­in nú Sil­ver Ri­ver og Sil­ver Lake en þau voru í fyrstu smíðuð fyr­ir Eim­skip í Nor­egi árið 2007. Eru skip­in tek­in á þurr­leigu til næstu ára, með mögu­leika á kauprétti síðar.

Sil­ver Sea hef­ur yfir 14 sér­hæfðum frysti­skip­um að ráða og er fyr­ir­tækið nú orðið annað af tveim­ur leiðandi fé­lög­um í flutn­ing­um á fryst­um afurðum í Norður-Atlants­hafi.

Meg­in­starf­sem­in felst í flutn­ingi á fryst­um fiski frá Nor­egi, Íslandi, Hjalt­lands­eyj­um og Fær­eyj­um til Eystra­salts­ríkj­anna, Rúss­lands og Evr­ópu. Helstu afurðirn­ar sem skip Sil­ver Sea flytja eru upp­sjáv­ar­fisk­ur eins og síld, mak­ríll, kol­munni og loðna.

Geng­ur vel í fisk­flutn­ing­um

Ásbjörn seg­ir rekst­ur­inn hafa gengið vel.

„Fyr­ir­tæk­inu er stýrt af mjög hæfu fólki í Ber­gen í Nor­egi og er sam­starf fé­lags­ins við Sam­skip með mikl­um ágæt­um. Fisk­flutn­ing­ar hafa hald­ist á svipuðum nót­um und­an­farið ár, sem er ólíkt því sem al­mennt ger­ist, en gríðarleg­ur sam­drátt­ur er á flest­um víg­stöðvum flutn­inga­geir­ans á heimsvísu,“ seg­ir Ásbjörn.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert