Tveir fossar til Samskipa

Silver River, frystigámaskip Silver Sea í Noregi, dótturfélags Samskipa. Það …
Silver River, frystigámaskip Silver Sea í Noregi, dótturfélags Samskipa. Það hét áður Dalfoss og var smíðað í Noregi 2007 fyrir Eimskip. mbl.is

Silver Sea, norskt skipafélag sem er að helmingshluta í eigu Samskipa, hefur nýlega bætt tveimur frystiskipum í flota sinn sem áður voru í eigu Eimskips í Noregi: Dalfoss og Langfoss. Heita skipin nú Silver River og Silver Lake en þau voru í fyrstu smíðuð fyrir Eimskip í Noregi árið 2007. Eru skipin tekin á þurrleigu til næstu ára, með möguleika á kauprétti síðar.

Silver Sea hefur yfir 14 sérhæfðum frystiskipum að ráða og er fyrirtækið nú orðið annað af tveimur leiðandi félögum í flutningum á frystum afurðum í Norður-Atlantshafi.

Meginstarfsemin felst í flutningi á frystum fiski frá Noregi, Íslandi, Hjaltlandseyjum og Færeyjum til Eystrasaltsríkjanna, Rússlands og Evrópu. Helstu afurðirnar sem skip Silver Sea flytja eru uppsjávarfiskur eins og síld, makríll, kolmunni og loðna.

Gengur vel í fiskflutningum

Ásbjörn segir reksturinn hafa gengið vel.

„Fyrirtækinu er stýrt af mjög hæfu fólki í Bergen í Noregi og er samstarf félagsins við Samskip með miklum ágætum. Fiskflutningar hafa haldist á svipuðum nótum undanfarið ár, sem er ólíkt því sem almennt gerist, en gríðarlegur samdráttur er á flestum vígstöðvum flutningageirans á heimsvísu,“ segir Ásbjörn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert