Báru fatlaðan skáta á topp Oksins

Skátarnir skiptust á að bera Peppe á öxlunum upp Okið …
Skátarnir skiptust á að bera Peppe á öxlunum upp Okið - og niður aftur. Ljósmynd/Ingibjörg Hilmarsdóttir

All­ir vita að skát­ar eru hjálp­sam­ur hóp­ur fólks en það er sjald­an sem sú hjálp­semi krist­all­ast jafntært og í skáta­flokkn­um sem fóru í 5 daga leiðang­ur um Húsa­fell í vik­unni. Í hópn­um voru skát­ar frá Spáni, Frakklandi, Finn­landi, Aust­ur­ríki og Portúgal sem all­ir eru þátt­tak­end­ur í evr­ópska Roverway skáta­mót­inu sem nú fer fram hér á landi.

Meðal þess sem þessi 52 manna hóp­ur tók sér fyr­ir hend­ur var könn­un­ar­leiðang­ur í Surts­helli og ganga að Hraun­foss­um og áttu þeir ekki orð til að lýsa aðdáun sinni á feg­urð Barna­fossa. Hápunkt­ur leiðang­urs­ins var þó sjö klukku­tíma göngu­ferð á Ok. Þó jök­ull­inn hafi að mestu hopað vegna hlý­inda var út­sýnið af toppn­um stór­kost­legt að sögn skát­anna, sem nutu heiðríkju og blíðviðris alla ferðina.

Eng­inn þeirra þekkt­ist fyrr en í Leifs­stöð 

Meðal þátt­tak­enda í þess­um leiðangri var portú­galski skát­inn João Pau­lo, eða Peppe eins og hann er kallaður. Peppe er fatlaður og þarf að not­ast við hjóla­stól til að kom­ast leiða sinna. Hann gerði því ráð fyr­ir að sinna verk­efn­um í tjald­búðinni að Húsa­felli dag­inn sem lagt var í göng­una á Okið. Áður hafði hann þó haft orð á því við landa sína að hann hefði aldrei kom­ist í tæri við snjó, hvað þá farið í fjall­göngu eða nokkru sinni komið ná­lægt jökli.

Vegna þessa töldu portú­gölsku leiðang­urs­fé­lag­ar hans af­leitt að Peppe skyldi þurfa að missa af upp­lif­un dags­ins og eft­ir að hafa ráðið ráðum sín­um ákváðu þeir að bjóða Peppe með á tind­inn, þeir skyldu ein­fald­lega skipt­ast á að bera hann á öxl­um sér upp á topp. Fjall­gang­an var hvorki meira né minna en sjö klukku­tím­ar en Peppe komst á topp­inn á hand­fjatlaði þar snjó í fyrsta skipti á æv­inni.

Að sögn Benja­míns Ax­els Árna­son­ar, kynn­ing­ar­full­trúa Roverway móts­ins, hitt­ust portu­gölsku strák­arn­ir í fyrsta skipti á Kefla­vík­ur­flug­velli við kom­una til Íslands og þekktu því hvorki Peppe né hver ann­an áður en þeir skráðu sig á mótið. Gef­ur það hjálp­semi þeirra og þrek­virki enn dýpri merk­ingu. Má telja víst að í hlíðum Oks­ins hafi því mynd­ast vinátta sem end­ast muni leng­ur en mótið sjálft. 

Skátarnir voru margir hverjir að sjá snjó í fyrsta skipti …
Skát­arn­ir voru marg­ir hverj­ir að sjá snjó í fyrsta skipti og voru hrifn­ir af jökl­in­um þótt lít­ill væri. Ljós­mynd/​Ingi­björg Hilm­ars­dótt­ir
Engin þreytumerki var að sjá á skátunum þrátt fyrir að …
Eng­in þreytu­merki var að sjá á skát­un­um þrátt fyr­ir að gang­an væri óneit­an­lega þyngri. Ljós­mynd/​Ingi­björg Hilm­ars­dótt­ir
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert