Frá Milestone í endurreisn

Fyrrverandi starfsmenn Milestone, sem átti tryggingafélagið Sjóvá, aðstoða nú fjármálaráðuneytið við endurskipulagningu sparisjóðanna. Milestone-mennirnir fyrrverandi starfa hjá ráðgjafafyrirtækinu Möttli ehf.. sem er í eigu Guðmundar Ólasonar, fyrrverandi forstjóra Milestone, Arnars Guðmundssonar, fyrrverandi fjármálastjóra Milestone, Jóhannesar Sigurðssonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Milestone, og Guðmundar Hjaltasonar.

Sérsvið ráðgjafafyrirtækisins er fjárhagsleg endurskipulagning og endurreisn fyrirtækja. Áður en Guðmundur hóf störf hjá Milestone var hann meðal annars sérfræðingur í fjármálaráðuneytinu og ritari einkavæðingarnefndar.

Starfa óbeint fyrir ráðuneytið

„Tilteknir aðilar innan hópsins eru að vinna óbeint fyrir fjármálaráðuneytið, en fyrst og fremst fyrir sparisjóðina í því að reyna að koma að fjárhagslegri endurskipulagningu þeirra,“ segir Guðmundur Ólason, framkvæmdastjóri Möttuls.

Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu er Möttull ekki að vinna fyrir ráðuneytið og það innir engar greiðslur af hendi til fyrirtækisins.

„Í sparisjóðunum og í öllum öðrum fyrirtækjum þarf að stokka upp efnahagsreikninginn, meta eignasafnið og svo framvegis,“ segir Guðmundur. „Að þessari vinnu koma utanaðkomandi aðilar með reynslu eða þekkingu. Ef ríkið er að leggja þessum sparisjóðum til fjármagn þá þarf það að vita á hvaða forsendum það er gert.“

Guðmundur segir að ríkissjóður þurfi meðal annars að hafa yfirsýn um hversu kostnaðarsamt þetta verði.

Í hnotskurn

» Stjórnvöld gripu í vor til aðgerða til að verja sparisjóðakerfið. Með neyðarlögunum var ríkissjóði heimilað að leggja sparisjóðunum til fjárhæð sem nemur allt að 20% af eigin fé þeirra.
» Átta sparisjóðir af ellefu sóttu um stofnfjárframlög frá ríkissjóði.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert