Icesave: Gæti stefnt í óefni

„Íslendingar eru mjög harðger manntegund. Þeir geta þraukað jafnvel þennan samning. En það dregur mjög mikið úr lífsgæðum,“ segir Daniel Gros, framkvæmdastjóri Center for European Policy Studies.

Í sunnudagsútgáfu Morgunblaðsins er rætt við nokkra hagfræðinga sem hafa velt fyrir sér skuldbindingunum sem felast í Icesave-samningnum og hvort Íslendingar geti staðið undir þeim. Þeir segja óvíst hvort svo sé. Það ráðist m.a. af heimtum á eignasafni Landsbankans, hagvexti og endanlegum skilmálum.

Mikil óvissa er um endanlega upphæð, að sögn Snorra Jakobssonar hjá IFS-ráðgjöf, en miðað við að um 75% af eignum Landsbankans endurheimtist segir hann að það megi gróflega áætla að tekju- og eignaskattar þurfi að hækka um 15% til 20% til að mæta skuldbindingunum.

„Óviðráðanlegar skuldbindingar ógna farsælli útfærslu aðgerðaáætlunar stjórnvalda og AGS og ganga þvert á umsamin viðmið studd af Evrópusambandinu,“ segir Gunnar Tómasson hagfræðingur, sem starfaði hjá AGS frá 1966-1989.

Undir eðlilegum kringumstæðum ættu Íslendingar ekki í nokkrum erfiðleikum með að standa undir afborgunum af Icesave, að sögn Þórólfs Matthíassonar, prófessors í hagfræði við HÍ, en nú háttar svo til að erlendar skuldir eru mjög háar: „Sé stjórn efnahagsmála ógætileg gæti stefnt í óefni, en það yrði þó ekki hægt að kenna Icesave-samningnum einum og sér um hugsanlegt greiðsluþrot ríkissjóðs.“

Ítarleg umfjöllun er um afleiðingarnar af Icesave í sunnudagsútgáfu Morgunblaðsins. Þar er meðal annars leitað svara hjá hagfræðingum um hver áhrif Icesave verða á lífskjör í landinu og daglegt líf landsmanna og hvort við þolum frekari áföll, líkt og aflabrest.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert