Icesave: Gæti stefnt í óefni

„Íslend­ing­ar eru mjög harðger mann­teg­und. Þeir geta þraukað jafn­vel þenn­an samn­ing. En það dreg­ur mjög mikið úr lífs­gæðum,“ seg­ir Daniel Gros, fram­kvæmda­stjóri Center for Europe­an Policy Studies.

Í sunnu­dagsút­gáfu Morg­un­blaðsins er rætt við nokkra hag­fræðinga sem hafa velt fyr­ir sér skuld­bind­ing­un­um sem fel­ast í Ices­a­ve-samn­ingn­um og hvort Íslend­ing­ar geti staðið und­ir þeim. Þeir segja óvíst hvort svo sé. Það ráðist m.a. af heimt­um á eigna­safni Lands­bank­ans, hag­vexti og end­an­leg­um skil­mál­um.

Mik­il óvissa er um end­an­lega upp­hæð, að sögn Snorra Jak­obs­son­ar hjá IFS-ráðgjöf, en miðað við að um 75% af eign­um Lands­bank­ans end­ur­heimt­ist seg­ir hann að það megi gróf­lega áætla að tekju- og eigna­skatt­ar þurfi að hækka um 15% til 20% til að mæta skuld­bind­ing­un­um.

„Óviðráðan­leg­ar skuld­bind­ing­ar ógna far­sælli út­færslu aðgerðaáætl­un­ar stjórn­valda og AGS og ganga þvert á um­sam­in viðmið studd af Evr­ópu­sam­band­inu,“ seg­ir Gunn­ar Tóm­as­son hag­fræðing­ur, sem starfaði hjá AGS frá 1966-1989.

Und­ir eðli­leg­um kring­um­stæðum ættu Íslend­ing­ar ekki í nokkr­um erfiðleik­um með að standa und­ir af­borg­un­um af Ices­a­ve, að sögn Þórólfs Matth­ías­son­ar, pró­fess­ors í hag­fræði við HÍ, en nú hátt­ar svo til að er­lend­ar skuld­ir eru mjög háar: „Sé stjórn efna­hags­mála ógæti­leg gæti stefnt í óefni, en það yrði þó ekki hægt að kenna Ices­a­ve-samn­ingn­um ein­um og sér um hugs­an­legt greiðsluþrot rík­is­sjóðs.“

Ítar­leg um­fjöll­un er um af­leiðing­arn­ar af Ices­a­ve í sunnu­dagsút­gáfu Morg­un­blaðsins. Þar er meðal ann­ars leitað svara hjá hag­fræðing­um um hver áhrif Ices­a­ve verða á lífs­kjör í land­inu og dag­legt líf lands­manna og hvort við þolum frek­ari áföll, líkt og afla­brest.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka