Íslensku fjöllin lítil og sæt

Skátahópurinn sem kom fyrstur á Úlfljótsvatn dvaldi á Hellisheiði við …
Skátahópurinn sem kom fyrstur á Úlfljótsvatn dvaldi á Hellisheiði við leik og störf í 5 daga. Tobias Grimus

Þúsund­ir skáta frá yfir 50 lönd­um hafa nú reist sér tjald­búðir við Úlfljóts­vatn, þar sem þeir hitt­ast og deila reynslu sinni á Roverway skáta­mót­inu á Íslandi. Skát­arn­ir hafa í vik­unni farið víða um landið í leiðöngr­um en í gær tóku flokk­arn­ir einn af öðrum að tín­ast í tjald­búðirn­ar.

Fyrstu skát­arn­ir sem skiluðu sér að Úlfljóts­vatni var hóp­ur göngugarp­ar ný­komn­um af Hell­is­heiðinni, þar sem þau hafa í 5 daga tekið þátt í ein­um leiðangr­anna sem voru í boði. Hin ít­alska Marta Genn­ari er einn skát­anna í leiðangr­in­um, en með henni í för voru 48 skát­ar frá Katalón­íu, Írlandi og Grikklandi.

Skát­arn­ir í hópn­um hafa skoðað sig um á jarðhita­svæði Hengilsvæðis­ins, baðað sig í heit­um laug­um í Reykja­dal og Innsta­dal og skoðað jarðmynd­an­ir í Hengli og Skarðsmýr­ar­fjalli. Að sögn Mörtu var leiðang­ur­inn al­veg frá­bær. „Veðrið hef­ur verið ynd­is­legt, með mér í leiðangri voru skemmti­leg­ir skát­ar sem hafa tengst sterk­um vináttu­bönd­um og svo er lands­lagið svo fal­legt hér, hraunið stór­brotið og fjöll­in ykk­ar eru svo lít­il og sæt,“ seg­ir Marta bros­andi. Ein­hverj­ir vildu kannski mót­mæla þess­ari síðustu staðhæf­ingu en þá er rétt er að hafa í huga að Marta býr í Piemonte, um­kringd ít­ölsku Ölp­un­um.

Vinna með fólki og hjálpa fólki

Þegar Marta er ekki upp í fjöll­um í göngu­skón­um set­ur hún upp takka­skóna og spil­ar fót­bolta. Hún hlýt­ur að telj­ast nokkuð góð því fljót­lega þarf hún að velja á milli þriggja fé­laga sem vilja nýta hæfi­leika henn­ar. Hún seg­ist halda með Ju­vent­us í ít­ölsku deild­inni, sem varla er til­vilj­un því Ju­vent­us F.C. er í Piemonte, heima­bæ Mörtu. Í framtíðinni lang­ar Mörtu að starfa sem lækn­ir eða við hjúkr­un­ar­störf en ekki er ólík­legt að reynsl­an úr skát­un­um hafi haft áhrif á það starfs­val. „Mig lang­ar, eins og í skát­un­um, til að vinna með fólki og hjálpa fólki,“ seg­ir hún. 

Auk margskon­ar æv­in­týra­mennsku og úti­vist­arþjálf­un­ar víða um land hafa skát­arn­ir boðið fram aðstoð sýna í sjálf­boðaliðastarfi. Skát­arn­ir sem dvöldu á Hell­is­heiðinni notaði t.d. heil­an dag í hreins­un­ar­starf, auk þess sem þeir máluðu einn gömlu skál­anna sem ís­lensk­ir skát­ar eiga við Skarðsmýr­ar­fjall.  Þeir skilja því eft­ir sig ýmis já­kvæð um­merki þegar þeir yf­ir­gefa landið um miðja næstu viku og halda aft­ur heim á leið. 

Marta Gennari er ítalskur skáti og upprennandi fótboltastjarna. Hún er …
Marta Genn­ari er ít­alsk­ur skáti og upp­renn­andi fót­bolta­stjarna. Hún er hæst­ánægð með reynsl­una af Roverway mót­inu á Íslandi.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert