„Makríllinn er að éta undan öðrum nytjastofnum og jafnvel síld og loðnu. Við verðum að nýta hann eins og aðrar tegundir, segir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar á Norðfirði.
Sjómenn hafa orðið varir við makríl allt í kringum landið og séð mörg dæmi um að þessi nýja tegund í íslenskri fiskveiðilögsögu éti loðnu og jafnvel síld.