Styður ESB-umsóknina eindregið

Vygaudas Usackas, utanríkisráðherra Litháens, og Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra.
Vygaudas Usackas, utanríkisráðherra Litháens, og Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Vygaudas Usackas, ut­an­rík­is­ráðherra Lit­há­ens, lýsti yfir ein­dregn­um stuðningi við aðild­ar­um­sókn Íslend­inga að ESB á stutt­um blaðamanna­fundi sem hann átti með Öss­uri Skarp­héðins­syni fyr­ir stundu. Usackas kvaðst minnt­ur á það dag­lega að Ísland hefði fyrst ríkja viður­kennt sjálf­stæði lands­ins.

„Það er mér sönn ánægja að vera á Íslandi. Það er gata í Vilnius sem ég geng um á hverj­um degi sem að heit­ir eft­ir Íslandi. Ég hef fylgst með þró­un­inni á Íslandi og ákvað að verða fyrsti ut­an­rík­is­ráðherr­ann til að heim­sækja landið eft­ir að um­sókn um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu var lögð fram form­lega í Svíþjóð fyr­ir helgi. Við vilj­um fá Ísland inn í ESB,“ sagði Usackas, sem tel­ur Ísland geta haft áhrif inn­an sam­bands­ins.

Hann vék því næst að krepp­unni sem hann sagði hafa kennt aðild­ar­ríkj­un­um að þau geti í sam­ein­ingu brugðist við hraðar og með meiri ár­angri við niður­sveifl­um en þau gætu ein síns liðs.

Lit­háíski ráðherr­ann ræddi einnig um morg­un­fund sinn með Öss­uri þar sem hann hefði greint frá því hvernig Lit­há­ar gætu miðlað mál­um. Um­sókn­in væri ekki auðvelt ferli.

Með þá reynslu sem Lit­há­ar hefðu í fartesk­inu gætu þeir aðstoðað við tækni­leg atriði og ýmsa samn­ingskafla í aðild­ar­viðræðunum sem að Íslend­ing­ar hefðu samþykkt að veru­leg­um hluta í gegn­um EES.

Meðal öfl­ug­ustu banda­manna okk­ar

Össur gerði sam­band ríkj­anna að um­tals­efni og sagði Usackas hafa verið einn þeirra er­lendu emb­ætt­is­manna sem hefðu stutt Íslend­inga með hvað dygg­ust­um hætti. Usackas hefði talað máli Íslend­inga við ýmsa ut­an­rík­is­ráðherra sem óskuðu eft­ir upp­lýs­ing­um um af­stöðu þjóðar­inn­ar.

Íslenska rík­is­stjórn­in ætti með Usackas hauk í horni.

Össur minnti jafn­framt á að ráðherr­ann hefði komið með samþykkt lit­háíska þings­ins frá því fyr­ir helgi þar sem lýst er yfir ein­dregn­um stuðningi við um­sókn Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu. Þessi yf­ir­lýs­ing væri til vitn­is um að Eystra­saltslönd­in væru á meðal dygg­ustu stuðnings­manna Íslands.

Sjálf­ur væri Usackas af­skap­lega vel heima í þátt­um sem heyrðu til samn­inga­ferl­is­ins enda hefði hann verið aðal­samn­ingamaður Lit­háa þegar þeir gengu í Evr­ópu­sam­bandið.

Því væri gagn­legt að læra af hans reynslu.


mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert