Vann 46 milljónir í Lottó

Einn var með all­ar töl­ur rétt­ar í laug­ar­dagslottó­inu. Vinn­ing­ur­inn var sex­fald­ur og hlýt­ur hinn heppni rúm­lega 46,6 millj­ón­ir króna.

Töl­ur kvölds­ins voru 8 - 23 - 28 - 36 - 37 og bón­ustal­an 32.

Fyrsti vinn­ing­ur var 46.632.048 krón­ur og var lukkumiðinn keypt­ur í versl­un N1 í Hafnar­f­irði.

Tveir voru með 4 töl­ur rétt­ar og bónustölu og fá 314.680 krón­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert