Fréttaskýring: Blátt bann við akstri og áfengisneyslu

Núverandi umferðarlög veita svigrúm sem sumir nýta sér til að …
Núverandi umferðarlög veita svigrúm sem sumir nýta sér til að búa til sínar eigin skilgreiningar á því að einhver áfengisneysla sé í lagi. mbl.is/Árni Sæberg

Í drög­um nýrra um­ferðarlaga er lagt til að leyfi­legt há­marks­magn vín­anda í blóði öku­manns verði lækkað úr 0,5‰ í 0,2‰. Með þeirri breyt­ingu verður það af­drátt­ar­laus stefna yf­ir­valda að áfengi og akst­ur fari ekki sam­an.

All­ir sem Morg­un­blaðið ræddi við voru sam­mála um að lækk­un refsi­marka væri af hinu góða. Ölv­unar­akst­ur er nú önn­ur al­geng­asta or­sök bana­slysa í um­ferðinni á Íslandi, 16%, á eft­ir hraðakstri sem er 19%.

„Andi lag­anna bann­ar alla áfeng­isneyslu fyr­ir akst­ur, en svo eru refsi­mörk og þau eru 0,5‰. Það þýðir þó ekki að menn megi keyra með áfengi að 0,5‰ í blóðinu,“ seg­ir Guðbrand­ur Sig­urðsson, aðal­varðstjóri um­ferðardeild­ar Lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu. „Við [lög­regl­an ] mynd­um fagna því að þessi vik­mörk sem fólk tel­ur sig hafa verði fjar­lægð.“

Í flest­um ríkj­um Vest­ur-Evr­ópu er miðað við 0,5‰ sem leyfi­legt há­marks­magn áfeng­is í blóði. Í viðauka með frum­varp­inu er þess getið að aðeins tvö ríki V-Evr­ópu hafi farið með refsi­mörk­in niður í 0,2‰, Svíþjóð árið 1990 og Nor­eg­ur árið 2000. En rann­sókn sænskra um­ferðar­yf­ir­valda bend­ir til þess að um­ferðarslys­um hafi fækkað í kjöl­farið

Ágúst Mo­gensen, for­stöðumaður Rann­sókn­ar­nefnd­ar um­ferðarslysa, var einn þeirra sem leitað var álits hjá við gerð lag­anna. Ágúst tel­ur svig­rúmið eiga að vera lítið, en hann er að ljúka við doktors­rit­gerð um ölv­unar­akst­ur. „Öku­menn eru byrjaðir að búa til sín­ar eig­in skil­grein­ing­ar á því hvað er í lagi og hvað ekki,“ seg­ir hann. Guðbrand­ur staðfest­ir að lög­regl­an þekki þá til­hneig­ingu vel. Nú­ver­andi refsi­mörk veiti svig­rúm sem fólk vinni með. „Það eru ýms­ar mýt­ur í gangi. En hvað felst í 0,5‰ ? Það get­ur verið mjög mis­mun­andi, t.d eft­ir þyngd eða kyni,“ seg­ir Ágúst. Betra sé að hafa mörk­in ná­lægt núlli, „Þá er þetta al­veg skýrt – það er ekk­ert svig­rúm.“

Mörk­in víða lægri

Sig­urður Helga­son hjá Um­ferðar­stofu fagn­ar hug­mynd­um um lækk­un refsi­marka. „Ég tel að menn hljóti að taka já­kvætt í þessa til­lögu,“ seg­ir hann.

Sænsk­ar, ástr­alsk­ar og banda­rísk­ar rann­sókn­ir hafa sýnt fram á að með hert­um regl­um um áfeng­is­magn í blóði ekur fólk síður af stað eft­ir að hafa neytt áfeng­is. Sig­urður tel­ur aðhald ekki síður geta skilað góðum ár­angri hér. „Mjög fáir þeirra sem hljóta akst­urs­bann og þurfa að fara á nám­skeið aka t.d. drukkn­ir aft­ur. Með því að lækka refsi­mörk­in er eng­inn vafi, menn eru alltaf komn­ir yfir mörk­in ef þeir drekka eitt­hvað.“

Þyngri refs­ing

Þannig er m.a. gert ráð fyr­ir að svipt­ing­ar­tími við áfeng­is- og vímu­efna­akst­ur verði þyngd­ur. Menn missi t.a.m. skír­teinið í eitt og hálft til tvö og hálft ár sé vín­anda­magn í blóði 1,2‰ til 2‰ í stað eins til tveggja ára nú. Fari vín­and­inn síðan yfir 2‰ missi þeir skír­teinið í þrjú ár og sé um ít­rekaðan ölv­unar­akst­ur að ræða vari svipt­ing í þrjú til fimm ár eft­ir al­vöru brots.

Þá er gert ráð fyr­ir að ráðherra geti í reglu­gerð ákveðið, að fengn­um til­lög­um rík­is­sak­sókn­ara, sekt­ir að upp­hæð allt að 750 þúsund kr. fyr­ir brot á lög­un­um. Há­marks­upp­hæð sekta í dag nem­ur 300.000 kr.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert