Brotist inn í Árbæjarkirkju

Frá Árbænum
Frá Árbænum Sverrir Vilhelmsson

Erilsamt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og þurfti að sinna fjölmörgum útköllum af ýmsum toga. Má þar nefna að 5 þjófnaðarmál komu upp, bæði í bíla, hús og gáma en auk þess var gerð tilraun til innbrots í Árbæjarkirkju. Þar var spenntur upp gluggi en að sögn lögreglu höfðu þjófarnir ekkert á brott með sér áður en þeir lögðu á flótta.

Þrjú líkamsárásarmál komu upp í borginni í nótt, engin þeirra þó alvarleg. Þá voru þrír ökumenn kærðir fyrir ölvunarakstur og einn stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. 

Alls gistu 10 menns fangageymslur lögreglu í borginni eftir nóttina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka