Skoða lánveitingar Landsbanka

Magnús Þorsteinsson, Björgólfur Thor Björgólfsson og Björgólfur Guðmundsson keyptu tæplega …
Magnús Þorsteinsson, Björgólfur Thor Björgólfsson og Björgólfur Guðmundsson keyptu tæplega 46% hlut íslenska ríkisins í Landsbankanum haustið 2002. mbl.is/Kristinn

Fjár­mála­eft­ir­litið rann­sak­ar nú hvort gamli Lands­bank­inn hafi lánað fé­lög­um, sem tengd­ust þáver­andi eig­end­um bank­ans, vel yfir lög­bundið há­mark. Frétta­stofa Sjón­varps­ins greindi frá og sagði að hundruð millj­arða króna hefðu farið í súg­inn.

Greint var frá því að vafi léki á því hvort Lands­bank­inn hefði greint rétt frá lán­um til tengdra aðila í síðasta upp­gjöri sem bank­inn birti fyr­ir hrunið í októ­ber síðastliðnum. Lána­bæk­ur sem frétta­stofa Sjón­varps vísaði í, benda til þess að lánað hafi verið langt um­fram það sem lög um fjár­mála­fyr­ir­tæki heim­ila. Fé­lög tengd eig­end­um bank­ans hafi tapað hundruðum  millj­arða króna sem að stór­um hluta voru lán frá Lands­bank­an­um.

Sam­kvæmt lög­um um fjár­mála­fyr­ir­tæki má áhætta vegna eins eða fleiri inn­byrðis tengdra viðskipta­manna ekki fara fram úr 25% af eig­in­fjár­grunni. Lán­veit­ing­ar til fyr­ir­tækja sem Björgólfs­feðgar og Magnús Þor­steins­son tengd­ust, fara hins veg­ar langt um­fram það hlut­fall, ef marka má lána­bæk­ur sem vísað er í.

Týnd eru til 60 millj­arða króna lán til Grett­is, gjaldþrota fjár­fest­ing­ar­fé­lags Björgólfs Guðmunds­son­ar, 43 millj­arða lán til Novator Pharma, sem Björgólf­ur Thor Björgólfs­son fór fyr­ir, millj­arða lán­veit­ing­ar til Sam­son­ar sem er gjaldþrota, hlut­deild Lands­bank­ans í 100 millj­arða láni til Eim­skips, XL Leisure og Atlanta og hlut­deild Lands­banka í 70 millj­arða sam­bankaláni Glt­in­is og lands­banka til Acta­vis.

Þá er skuld­setn­ing Sam­son Global, sem var stærsti hlut­haf­inn í Straumi, tal­in nema 50 millj­örðum en megnið af eign­um fé­lags­ins eru tapaðar og Lands­bank­inn lánaði hluta. Ótald­ar eru millj­arða lán­veit­ing­ar til Icelandic og Hansa, sem m.a. átti knatt­spyrnu­fé­lagið West Ham. Loks seg­ir Sjón­varpið að tap vegna lán­veit­inga vegna rekst­urs og hluta­fjár­kaupa í Árvakri, út­gáfu­fé­lagi Morg­un­blaðsins og mbl.is nemi um 5 millj­örðum króna.

Þarna eru nefnd­ar lán­veit­ing­ar sem skipta hundruðum millj­arða króna og tals­verður hluti er lán frá Lands­bank­an­um. Full­yrt er að um­tals­verður hluti inn­lána af Ices­a­ve-reikn­ing­um Lands­bank­ans hafi farið í lán­veit­ing­ar til fé­laga sem tengj­ast fyrr­um eig­end­um bank­ans.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert