Þurrkur og kuldi koma niður á vatnsbúskapnum

Blöndulón. Min a vatn er nú keyrt í gegnum Blönduvirkjun …
Blöndulón. Min a vatn er nú keyrt í gegnum Blönduvirkjun en yfirleitt á þessum árstíma. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

„Við höfum nú séð verri ár en þetta en við getum sagt að hann sé dapur,“ segir Eggert Guðjónsson, yfirmaður viðskiptaborðs Landsvirkjunar, um vatnsbúskap fyrirtækisins um þessar mundir. Þurrkur og kuldi hafa að hans sögn komið nokkuð niður á búskapnum í sumar, bæði júní og júlí hafi verið dræmir mánuðir.

Fyrir norðan og austan kveður Eggert úrkomu ekki hafa skilað sér og bráðnun jökla ekki hafa komist af stað. Á Suður- og Vesturlandi sé ástandið þó mun skárra, til dæmis sé staða Þórisvatns framar vonum. Eggert segir þó að í kortunum sé heppilegra veður, hlýnandi og úrkoma. „Þetta lítur ekkert illa út, við erum í sjálfu sér rólegir yfir þessu ennþá,“ segir hann og er bjartsýnn á að jöklabráðnun það sem eftir lifir sumars muni laga stöðuna.

Minna í Blöndu en áður

Eggert segir ástandið sérstaklega slakt í Blöndu. Nú sé minna vatn keyrt gegnum Blönduvirkjun en yfirleitt á þessum árstíma til að spara vatn. „Það hefur verið framleitt töluvert minna rafmagn þar en í venjulegu árferði,“ segir Eggert en kveður ofsögum sagt að framleiðslan sé í sögulegu lágmarki.

Grannt er fylgst með þróuninni að sögn Eggerts. Um miðjan ágúst mun endanleg staða vatnsbúskapar Landsvirkjunar liggja fyrir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka