Fréttaskýring: Fátæk lönd kenna á íslensku kreppunni

Namibía. Stærstu verkefnin eru á sviði sjávarútvegs en einnig hefur …
Namibía. Stærstu verkefnin eru á sviði sjávarútvegs en einnig hefur verið unnið með frumbyggjahópum. Þessi Himba-börn sækja forskóla í tjaldi. Mynd Gunnar Salvarsson

Þró­un­ar­sam­vinnu­stofn­un Íslands (ÞSSÍ) minnk­ar um­fang starf­semi sinn­ar um 30% á þessu ári og eft­ir það næsta nem­ur sam­drátt­ur­inn nærri helm­ingi. Ekki er þó ein­göngu minni fjár­fram­lög­um um að kenna; óhag­stæð geng­isþróun hef­ur mest að segja.

Á dög­un­um var til­kynnt um að ÞSSÍ hætti starf­semi sinni í Namib­íu í lok næsta árs eft­ir tutt­ugu ára starf­semi þar í landi. Áður hafði um­dæm­is­skrif­stofu stofn­un­ar­inn­ar á Srí Lanka verið lokað og verið er að loka skrif­stof­unni í Ník­aragva.

Sam­drátt­ur­inn kem­ur, eins og gef­ur að skilja, til vegna efna­hags­hruns­ins hér á landi. Ut­an­rík­isþjón­ust­an hyggst lækka fram­lög sín til þró­un­ar­sam­vinnu um millj­arð á næsta ári, en í ár nema þau um 4,2 millj­örðum þegar allt er talið. Sparnaður í ut­an­rík­isþjón­ust­unni er þó ekki eina ástæðan; fram­lag rík­is­ins til stofn­un­ar­inn­ar var um 1,9 millj­arðar króna í fyrra en er um 1,6 millj­arðar í ár. Sam­drátt­ur­inn nem­ur hins veg­ar um 30% vegna geng­is­mun­ar­ins. „Frá ár­inu 2001 höf­um við gert alla okk­ar samn­inga í banda­rísk­um doll­ur­um því gengi krón­unn­ar hef­ur verið svo sveiflu­kennt. Lækk­un­in frá 2008 til 2009 er því rétt rúm­lega 30% sem þýðir að við höf­um þurft að taka ákvörðun um að draga okk­ur út úr helm­ingi okk­ar sam­starfslanda,“ seg­ir Sig­hvat­ur Björg­vins­son, fram­kvæmda­stjóri ÞSSÍ.

Hann seg­ir að lögð sé áhersla á að standa við þá samn­inga sem þegar hafi verið gerðir. „Nóg er nú samt um álits­hnekk­inn sem Ísland hef­ur orðið fyr­ir á alþjóðavett­vangi þótt það bæt­ist nú ekki við að við stönd­um ekki við skuld­bind­ing­arn­ar sem við höf­um gert við fá­tæk­ustu lönd í heimi.“

Eft­ir standa verk­efni stofn­un­ar­inn­ar í þrem­ur sam­starfslönd­um, Mala­ví, Mósam­bík og Úganda. „Ég held að lengstu verk­efn­in séu til árs­loka 2012 en við eig­um enga pen­inga til að ráðast í und­ir­bún­ing nýrra. Það þýðir að það fjar­ar mjög hratt und­an stofn­un­inni því þá er ekk­ert til að taka við af þeim verk­efn­um sem klár­ast.“

Vor­um að ná viðmiði ESB

„Þá kröfu þurfa þau ríki, sem eru að ger­ast aðilar að Evr­ópu­sam­band­inu, að upp­fylla, jafn­vel þótt þau séu miklu fá­tæk­ari en Ísland. Við vor­um um það bil að ná þessu marki þegar áfallið dundi yfir. Ég held að það sé al­menn­ur skiln­ing­ur á því hjá vænt­an­leg­um banda­lagsþjóðum okk­ar að við svona aðstæður sé okk­ur ókleift að auka mikið við okk­ar þró­un­araðstoð á næstu tveim­ur, þrem­ur árum.“ Þegar til lengri tíma sé litið muni Ísland þó þurfa að axla þá ábyrgð. „Það verður sam­drátt­ur í ár og á næsta ári og hugs­an­lega 2011, en svo vona ég að fari að rétt­ast úr kútn­um.“

Aðstoð hætt

Í Ník­aragva hef­ur aðstoð ÞSSÍ verið á sviði jarðhita, en einnig í mennta- og heil­brigðismál­um. Einn starfsmaður stofn­un­un­ar­inn­ar held­ur áfram starfi ytra út árið 2012 vegna jarðhita­verk­efn­is­ins.

Á Srí Lanka voru verk­efn­in aðallega í sjáv­ar­út­vegi og stóð ÞSSÍ m.a. að bygg­ingu þjón­ustumiðstöðva við lönd­un­arstaði. Áhersl­ur tóku þó einnig mið af Tsunami-ham­förun­um sem léku landið grátt í árs­lok 2004.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert