Kviknaði í garðyrkjustöð á Flúðum

Flúðir.
Flúðir. www.mats.is

Eldur kom upp í garðyrkjustöðinni Melum á Flúðum í Hrunamannahreppi í kvöld. Lögregla og slökkvilið voru kölluð til en eldsupptök voru þau að logandi pera úr lampa datt niður á borð með fjölda smárra plantna, svokallað uppeldisborð.

Að sögn Helgu Karlsdóttur sem rekur garðyrkjustöðina er óvíst hversu mikið tjón varð en gróðurhúsið þar sem atvikið varð er um 150 fermetrar og á borðinu voru um 5.000 plöntur. Helga segir að tjónið sé talsvert af allar plönturnar í húsinu drepist vegna þessa.

Eldurinn varð aldrei mikill en hins vegar fylltist húsið af dökkum reyk. Slökkvilið hefur nú lokið við að slökkva eldinn og reykræsta húsið og er um það bil að yfirgefa svæðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert