Lögreglan ánægð með skátana

Skátar voru til fyrirmyndar á Úlfljótsvatni um helgina að sögn …
Skátar voru til fyrirmyndar á Úlfljótsvatni um helgina að sögn lögreglunnar. mbl.is/Jakob Fannar

Lögreglan á Selfossi er ánægð með skáta sem komu saman á fjölmennu skátamóti á Úlfljótsvatni um helgina. Segir í dagbók lögreglu að skátarnir fái hæstu einkunn lögreglumanna.

„Ánægjulegustu tíðindi úr Árnessýslu þessa helgi er dvöl fimm þúsund skáta á Úlfljótsvatni sem er tengt Roverway móti skáta. Lögreglumenn heimsóttu skátana á Úlfljótsvatni og fengu þar góðar móttökur. Þar voru skátar frá mörgum þjóðlöndum. Skátarnir fengu bestu einkunn lögreglumannanna fyrir frábært skipulag á öllum sviðum eins og t.d. umferðarskipulagi, rýmingaráætlun og annarri öryggisgæslu.

Allir eru ánægðir og glaðir með þessa góðu og heilbrigðu samkomu þar sem svo margir ungir einstaklingar eru saman komnir á einum stað," að því er segir í dagbók lögreglunnar á Selfossi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert