Sekt fyrir utanvegaakstur á hálendinu

Á Sprengisandi
Á Sprengisandi mats.is

Ökumaður bif­reiðar sem staðinn var að ut­an­vega­akstri á Sprengisandi í gær var gert að greiða háa fjár­hæð í sekt fyr­ir akst­urslagið. Er sekt­in á annað hundrað þúsund krón­ur en lög­regl­an á Hvols­velli fékk til­kynn­ingu um akst­urslag manns­ins frá veg­far­enda sem sá til bif­reiðar­inn­ar utan vega.

Hafði lög­regl­an sam­band við há­lendis­vakt Lands­bjarg­ar sem fann bif­reiðina og fylgdi henni til byggða. Þar tóku lög­reglu­menn frá Ak­ur­eyri á móti bif­reiðinni og færðu öku­mann henn­ar á lög­reglu­stöðina á Ak­ur­eyri þar sem hon­um var gert að greiða sekt­ina á staðnum.

Lög­regl­an vill hvetja þá sem vitni verða að ut­an­vega­akstri til þess að taka ljós­mynd­ir af gerend­um og vett­vangi og til­kynna til lög­regl­unn­ar í því um­dæmi sem það er staðsett í, að því er fram kem­ur á vef lög­regl­unn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert