Sitja á hundruðum milljóna

Evrur.
Evrur. Reuters

Hundruð milljóna sitja föst í erlendum bönkum sem neita að láta þau af hendi. Stærstur hluti upphæðarinnar situr hjá Fortis-banka í Belgíu sem segist vera í fullum rétti til að halda þeim eftir vegna skulda gömlu íslensku bankanna.

Skilanefnd Landsbanka Íslands hyggst senda bréf til allra þeirra sem telja sig eiga greiðslur hjá Fortis-banka, sem og til greiðenda og annarra sem að málinu koma. Í bréfinu er rakinn samskiptaferill Fortis og Landsbankans og hlutaðeigendum bent á að hafa samband við belgíska fjármálaeftirlitið ef þeir telja starfshætti Fortis óviðunandi.

Fortis tók áfram við greiðslum

Forsaga málsins er sú að í hruninu í haust voru allir erlendir bankar beðnir að hætta peningasendingum. Fjölmargar sendingar voru þá í gangi. Landsbanki Íslands hafði aðalevrureikning sinn hjá Fortis-banka í Belgíu og fóru því í gegnum hann umtalsverðar fjárhæðir á degi hverjum. Fortis staðfesti viðtöku fyrirmæla um að hætta að senda greiðslur á Landsbanka en senda þær þess í stað á Nýja Landsbanka eða Seðlabanka Íslands, eða skila þeim til greiðenda. Hlítti Fortis fyrirmælunum fyrst í stað. Það sama gildir um nokkra aðra banka.

Kvartanir fóru hins vegar að berast Landsbankanum um að viðskiptavinir bankans söknuðu greiðslna. Fengu þeir að vita hjá greiðendum að Fortis væri búinn að staðfesta að hafa móttekið greiðsluna. Hins vegar væri Landsbanki Íslands einnig búinn að fá hana og því væri það Landsbankans að greiða upphæðina. Fortis neitar hins vegar Landsbankanum um að færa fjárhæðir út af reikningi sínum. Þeir taka þannig við evrugreiðslum en koma þeim ekki áfram. Fjárhæðin sem Fortis í Belgíu situr þannig á nemur nú hundruðum milljóna yfirreiknað í íslenskar krónur.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert