Þróunarframlög skorin niður um milljarð króna

mbl.is/Þorkell

Áætlað er að skera niður fram­lög til þró­un­ar­sam­vinnu um fjórðung á næsta ári, eða um tæp­an millj­arð króna, skv. upp­lýs­ing­um frá ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu. Þar með lækk­ar hlut­fall vergra þjóðartekna (VÞT) sem fer til þró­un­ar­mála niður í 0,23% en viðmið Evr­ópu­sam­bands­ins er 0,35%.

Í vik­unni til­kynnti Þró­un­ar­sam­vinnu­stofn­un Íslands (ÞSSÍ) að í lok næsta árs hætti hún 20 ára sam­starfi í Namib­íu vegna sam­drátt­ar í þró­un­araðstoð en stofn­un­in fer með hluta þró­un­ar­sam­vinnu Íslend­inga. Að auki hafa fram­lög Íslands farið til stofn­ana Sam­einuðu þjóðanna, Alþjóðabank­ans, verk­efna á sviði friðar­upp­bygg­ing­ar og neyðaraðstoðar.

Alls námu fram­lög til mála­flokks­ins 4,272 millj­örðum í fyrra en í ár lækka þau í 4,2 millj­arða. Á næsta ári er áætlað að fram­lög lækki um tæp­an millj­arð til viðbót­ar. Vegna veik­ing­ar ís­lensku krón­unn­ar þýðir þetta þó tölu­vert meiri sam­drátt. Á hinn bóg­inn ollu minnk­andi þjóðar­tekj­ur því að fram­lög­in námu hærra hlut­falli af VÞT en áætlað var, eða 0,43%. Á yf­ir­stand­andi ári er gert ráð fyr­ir að það verði 0,32% en á því næsta 0,23%.

Sig­hvat­ur Björg­vins­son, fram­kvæmda­stjóri ÞSSÍ, á ekki von á að sam­drátt­ur­inn vari lengi. Ísland hafi sótt um aðild að ESB, sem geri kröfu um að aðild­ar­ríki sín veiti 0,35% af VÞT til þró­un­ar­mála. „Þá kröfu þurfa þau ríki, sem eru að ger­ast aðilar að Evr­ópu­sam­band­inu, að upp­fylla, jafn­vel þótt þau séu fá­tæk­ari en Ísland.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert