Utanríkisráðherrarnir funda

Reuters

Fundur utanríkisráðherra ESB-ríkja fer fram í Brussel í dag, en sá fundur er álitinn eini vettvangurinn sem getur í upphafi fjallað um aðildarumsókn Íslands.

Hefur verið beðið eftir niðurstöðu fundarins síðustu daga og frekari vinna að umsóknarferlinu ekki hreyfst mikið, samkvæmt heimildum. Ekki er því enn farið að skipa í samninganefnd Íslands gagnvart ESB, né heldur í þá níu til tólf samningahópa sem starfa eiga undir samninganefndinni.

Samninganefndin verður reyndar enn umfangsmeiri. Samkvæmt áliti meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um umsóknina mun stór samráðshópur einnig starfa með henni, skipaður fulltrúum allra stjórnmálaflokka og hagsmunaaðilum. Þá verður sérstakur hópur um upplýsingamiðlun og fjölmiðlatengsl og enn annar sem starfar með nefndinni og samningahópunum, skipaður lögfræðingum, hagfræðingum og sérfræðingum í alþjóðasamskiptum.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert