Vilja aukinn skötuselskvóta

Stjórn Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda skor­ar á Jón Bjarna­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, að auka nú þegar leyfi­leg­an heild­arafla í skötu­sel um 1.000 tonn.

Á sum­ar­fundi stjórn­ar Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda, LS, sem hald­inn var í grund­arf­irði í liðinni viku var rætt um veiðar á skötu­sel. Í samþykkt stjórn­ar LS er þeim til­mæl­um beint til ráðherra að hann breyti að auki regl­um um meðafla við grá­sleppu­veiðar þannig að skötu­sel­ur telj­ist ekki til kvóta við þær veiðar.

Smá­báta­sjó­menn segja stór­aukna út­breiðslu skötu­sels hafa leitt til vanda­mála við grá­sleppu­veiðar.

„Skötu­sel­ur, sem er rán­fisk­ur, ásæl­ist grá­slepp­una og lend­ir í aukn­um mæli sem óæski­leg­ur afli við veiðarn­ar. Flest­ir grá­sleppu­bát­ar hafa ekki veiðiheim­ild­ir í skötu­sel, enda hef­ur það verið nán­ast óþekkt að hann veiðist í grá­sleppu­net. Nú hef­ur hins veg­ar orðið breyt­ing á og því brýnt að taka á þeim vanda með því að hann telj­ist ekki til kvóta við þann veiðiskap,“ seg­ir í samþykkt stjórn­ar LS.

Stjórn­in tel­ur rétt­læt­an­legt að veiði á skötu­sel sé tölu­vert um­fram það sem Haf­rann­sókna­stofn­un legg­ur til. LS vís­ar til til­kynn­ing­ar sjáv­ar­út­vegs­ráðherra frá 10. júlí sl. um ákvörðun afla­há­marks fyr­ir næsta fisk­veiðiár. Þar seg­ir eft­ir­far­andi:

„Varðandi skötu­sel skal það til­tekið að sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra Jón Bjarna­son hef­ur ákveðið afla­há­mark er svar­ar til 2.500 tonna sem er í sam­ræmi við til­lög­ur Haf­rann­sókna­stofn­un­ar­inn­ar. Ráðherra tek­ur þó fram að hann hef­ur í hyggju að skoða aðrar leiðir til viðbót­ar varðandi fisk­veiðistjórn í skötu­sel. Veru­leg breyt­ing hef­ur orðið á út­breiðslu skötu­sels hér við land á þess­um ára­tug. Veiðislóðin var í ára­tugi aðallega við mið- og aust­ur­hluta suður­strand­ar­inn­ar og á þeim grunni var upp­hafs afla­hlut­deild út­hlutað. Nú hef­ur þessi veiðislóð í vax­andi mæli færst á Vest­ur­mið og jafn­vel norður. Þetta hef­ur jafn­framt þýtt að skötu­sel­ur hef­ur í vax­andi mæli komið fram sem meðafli við grá­sleppu­veiðar á grunn­sævi í Breiðafirði og Ísa­fjarðar­djúpi. Sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, Jón Bjarna­son, mun vegna þessa leggja fram frum­varp til breyt­inga á lög­um um stjórn fisk­veiða á haustþingi þar sem á þess­um atriðum og fleir­um verður tekið með al­menn­um hætti. Jafn­framt hef­ur ráðherra í hyggju að setja reglu­gerð um um­gengni við þenn­an stofn þar sem að tekið verður fyr­ir fjöldi neta á bát, vitj­un­ar­tími neta og fleira því skylt.“

Vef­ur Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda

Til­kynn­ing sjáv­ar­út­vegs­ráðherra um ákvörðun heild­arafla­marks

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka