Forstjóri FME vill koma á stofn réttarreikningsskiladeild

mbl.is/Eyþór

Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segist í viðtali við Morgunblaðið vilja koma á stofn sérstakri réttarreikningsskiladeild, sem kafa muni ofan í reikninga og bækur fyrirtækja, mörg ár aftur í tímann. „Markmiðið væri að deildin ynni gögn beint upp í hendurnar á dómara. Mér finnst svona deild vanta í eftirlitið núna og þar sem við munum vera að vinna í mörgum slíkum málum næstu árin er nauðsynlegt að koma á slíkri deild.“

Segir hann að vöxtur bankakerfisins hafi verið svo mikill og hraður undanfarin ár að mjög erfitt, ef ekki ómögulegt, hafi verið að koma í veg fyrir hrunið sem varð síðasta haust. Telur hann rétt að lögfesta takmörk á því hve mikið bankar megi vaxa á ári hverju og nefnir að slíkt sé gert í Bandaríkjunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert