Álagning skatta 221,3 milljarðar

Sam­an­lögð álagn­ing tekju­skatta og út­svars nem­ur 221,3 millj­örðum króna og hækk­ar um 3,6% frá fyrra ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá fjár­málaráðuneyt­inu. Álagðir tekju­skatt­ar til rík­is­sjóðs skipt­ast í tekju­skatt ann­ars veg­ar og fjár­magn­s­tekju­skatt hins veg­ar en út­svarið er tekju­stofn sveit­ar­fé­laga.

Al­menn­an tekju­skatt, 98,6 millj­arða króna greiða 179.500 ein­stak­ling­ar þetta árið. Skatt­greiðsla á hvern gjald­anda hef­ur að meðaltali hækkað um 6,7% milli ára. Skatt­hlut­fallið nam 22,75% og var óbreytt milli ára en per­sónu­afslátt­ur hækkaði um 5,9% frá fyrra ári.

Álagn­ing op­in­berra gjalda á ein­stak­linga og þá sem stunda at­vinnu­rekst­ur í eig­in nafni fyr­ir árið 2009 ligg­ur nú fyr­ir.

Heild­ar­fjöldi fram­telj­enda við álagn­ingu árið 2009 er 267.494. Fjölg­un milli ára­var 1%, sem er mun minni fjölg­un en verið hef­ur und­an­far­in ár.

Útsvar til sveit­ar­fé­laga nem­ur alls 108,7 millj­örðum króna og hækk­ar um 6,7% frá fyrra ári. Gjald­end­ur út­svars eru 257.000, nær jafn marg­ir og árið áður. Álagt út­svar á hvern gjald­anda hækk­ar um 6,2% milli ára.

Álagður fjár­magn­s­tekju­skatt­ur ein­stak­linga nem­ur 20,2 millj­örðum króna og lækk­ar um 20% milli ára. Greiðend­ur fjár­magn­s­tekju­skatts eru 185.000 og hef­ur fjöldi þeirra nær tvö­fald­ast frá fyrra ári. Ástæða fjölg­un­ar­inn­ar er fyrst og fremst sú að nú er fjár­mála­stofn­un­um gert skylt að senda upp­lýs­ing­ar óum­beðið til skattyf­ir­valda.

Hluta­bréf­in fara úr 58% af fjár­magn­s­tekj­um niður í 12%

Mik­il breyt­ing hef­ur orðið á sam­setn­ingu fjár­magn­stekna frá því sem verið hef­ur. Hagnaður af sölu hluta­bréfa sem nam 58% af öll­um fjár­magn­s­tekj­um tekju­árið 2007 er nú 12%.

Mesta breyt­ing­in er á fram­töld­um tekj­um af inni­stæðum í bönk­um en þær eru nú 39% af fjár­magn­s­tekj­um en voru 10%. Á þessu eru tvær skýr­ing­ar. Ann­ars veg­ar eru nú all­ar vaxta­tekj­ur af inni­stæðum á fram­töl­um en hins veg­ar uxu inni­stæður heim­il­anna í inn­láns­stofn­un­um veru­lega í kjöl­far banka­hruns­ins þegar fé úr pen­inga­markaðssjóðum var flutt á inn­láns­reikn­inga.

Það skal tekið fram að þótt upp­lýs­ing­ar um inni­stæður heim­il­anna hafi ekki alltaf skilað sér í fram­töl­um hef­ur fjár­magn­s­tekju­skatt­ur verið greidd­ur af þeim, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá fjár­málaráðuneyt­inu.

Arðstekj­ur nema nú 27% af fjár­magn­s­tekj­um og þær hafa vaxið milli ára um fimmt­ung.

Eign­ir heim­il­anna 3.657 millj­arðar króna

Fram­tald­ar eign­ir heim­il­anna námu 3.657 millj­örðum króna í lok síðasta árs og höfðu þær auk­ist um 8,2% frá fyrra ári.

Fast­eign­ir töld­ust 2.436 millj­arðar að verðmæti eða um 2/​3 af eign­um og verðmæti þeirra hafði auk­ist um 2,5% milli ára en eig­end­um fast­eigna fjölgaði lítið.

Skuld­ir heim­il­anna uxu um fjórðung á milli ára

Fram­tald­ar skuld­ir heim­il­anna námu alls 1.683 millj­örðum króna í árs­lok 2007 og höfðu þær vaxið um fjórðung frá ár­inu 2006. Fram­tald­ar skuld­ir vegna íbúðar­kaupa juk­ust um 25,9%, og námu 1.058,1 millj­örðum króna. Skuld­ir vegna íbúðar­kaupa námu 43,4 % af verðmæti þeirra og hafði það hlut­fall hækkað um 8 pró­sent­ur frá fyrra ári, mun meira en dæmi eru um.

9,6 millj­arðar í barna­bæt­ur í ár

Á þessu ári verða greidd­ir út rúm­ir 9,6 millj­arðar króna í barna­bæt­ur sam­an­borið við 8,4 millj­arða króna í fyrra sem er 14 % aukn­ing. Barna­bæt­ur voru hækkaðar um 5,7% og tekju­skerðing­ar­mörk hækkuð um 25% frá fyrra ári. Þeim sem bót­anna njóta fjölg­ar um 3,9% frá síðasta ári. Meðal­bæt­ur á hverja fjöl­skyldu hækka um 7,9%.

Tíu millj­arðar í vaxta­bæt­ur

Ákvarðaðar vaxta­bæt­ur vegna vaxta­gjalda af íbúðarlán­um, sem ein­stak­ling­ar greiddu af á ár­inu 2008, nema 10 millj­örðum króna í ár. Vaxta­bæt­ur fá tæp­lega 65.000 fram­telj­end­ur og hef­ur þeim fjölgað um rúm­lega 11% milli ára. Meðal­vaxta­bæt­ur eru nú 154 þúsund að meðaltali á hvern vaxta­bótaþega og hafa hækkað um 35% milli ára en þeim er skipt á milli hjóna og sam­býl­is­fólks.

Vaxta­bæt­ur voru hækkaðar í fjár­lög­um um 5,7% en með aðgerðum rík­is­stjórn­ar­inn­ar til að koma til móts við efna­hags­vanda heim­il­anna voru há­marks­bæt­ur hækkaðar um fjórðung til viðbót­ar í ár auk þess sem heim­ilað há­marks­vaxta­hlut­fall var hækkað úr 5 í 7%.

Í ár er í fyrsta skipti lagt á út­varps­gjald. Það nem­ur 17.200 kr á hvern fram­telj­anda sem greiðir tekju­skatt og er á aldr­in­um 16-69 ára. Álagn­ing gjalds­ins nem­ur 3,2 millj­örðum króna og er lagt á 187.000 gjald­end­ur.

Rík­is­sjóður greiðir út 15,1 millj­arð þann 1. ág­úst

Hinn 1. ág­úst n.k. koma til út­borg­un­ar úr rík­is­sjóði til fram­telj­enda 15,1 millj­arður króna eft­ir skulda­jöfn­un á móti of­greidd­um skött­um. Vaxta­bæt­ur eru stærsti hluti út­borg­un­ar­inn­ar en þær nema 8,3 millj­örðum, 83% af öll­um vaxta­bót­um.

Fjórðung­ur barna­bóta verða út­borgaðar og nem­ur upp­hæð út­borg­un­ar­inn­ar 2,5 millj­örðum. Of­greidd staðgreiðsla nem­ur 3,9 millj­örðum króna. Barna­bæt­ur eru greidd­ar út fjór­um sinn­um á ári og kem­ur síðasti hluti þeirra, 2,6 millj­arðar króna, til út­borg­un­ar 1. nóv­em­ber n.k.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert