Vikan fyrir verslunarmannahelgi er ein annasamasta vika ársins í vínbúðum ÁTVR.
Í fyrra komu 127 þúsund viðskiptavinir í vínbúðirnar í þeirri viku, samkvæmt upplýsingum á heimasíðu ÁTVR.
Föstudagurinn fyrir verslunarmannahelgi er einn af annasömustu dögum ársins hjá fyrirtækinu. Þann dag árið 2008 var engin undantekning, en þá komu tæplega 44 þúsund viðskiptavinir í vínbúðirnar. Alls voru seldir tæplega 784 þúsund lítrar af áfengi þann dag. Þar af var bjór 89% eða 698 þúsund lítrar.