Heimsbyggðin öll í hættu

Stjórn­völd víða um heim búa sig nú sem best þau geta und­ir frek­ari út­breiðslu A(H1N1) in­flú­ens­unn­ar eða svínaflens­unn­ar. Tug­ir millj­óna skammta af bólu­efni hafa verið pantaðir og áætlan­ir hafa verið gerðar um aðgerðir til að hefta út­breiðslu flens­unn­ar, áður en hún breyt­ist í raun­veru­leg­an heims­far­ald­ur.

Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­in (WHO) hef­ur lýst yfir efa­semd­um gagn­vart áætl­un­um um að bólu­setja millj­ón­ir manna gegn flens­unni enda verði bólu­efni ekki til fyrr en eft­ir nokkra mánuði.

Marga­ret Chan, yf­ir­maður stofn­un­ar­inn­ar, seg­ir bólu­efnið enn í þróun. „Það ætti að verða til eft­ir nokkra mánuði en það að eiga bólu­efni er ekki það sama og að eiga bólu­efni sem reyn­ist svo óhætt að nota. Öll rann­sókn­ar­gögn verða ekki til­bú­in fyrr en eft­ir 2-3 mánuði.“

800 dauðsföll

Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­in, WHO, seg­ir að all­ir jarðarbú­ar, um 6,8 millj­arðar manna, séu í hættu, nái flens­an sér á strik. Staðfest hafa verið að minnsta kosti 150 þúsund til­felli og yfir 800 dauðsföll um víða ver­öld eru rak­in til flens­unn­ar. Sér­fræðing­ar telja að raun­veru­leg flensu­til­felli séu hins veg­ar marg­falt fleiri, þar sem heil­brigðis­yf­ir­völd í hverju landi fyr­ir sig, hætti sýna­töku þegar skýr mynd hef­ur feng­ist af út­breiðslunni.

Upp­hafið í Mexí­kó

Upp­haf flens­unn­ar er rakið til Mexí­kó en fyrstu til­fell­inn greind­ust þar í mars síðastliðnum. Ein­kenn­um veiru­sýk­ing­ar­inn­ar svip­ar til flensu. Heil­brigðisráðherra Mexí­kó, Jose Ang­el Cor­dova, sagði þegar veir­an náði sér á strik þar, að veir­an hefði stökk­breyst frá svín­um og svo á ein­hverj­um tíma­punkti borist yfir til manna Þaðan er nafn­gift­in, Svínaflensa, kom­in.

A(H1N1) in­flú­ens­an hef­ur lagst mis­jafn­lega þungt á ríki heims. Í Mið- og Suður-Am­er­íku eru um 500 látn­ir af völd­um flens­unn­ar en töl­ur um staðfest til­felli liggja ekki fyr­ir. Í Banda­ríkj­un­um hef­ur út­breiðslan verið hröð, tug­ir þúsunda eru smitaðir og á þriðja hundrað dauðsföll eru rak­in til veirunn­ar. Bret­ar hafa orðið verst úti af Evr­ópuþjóðum en yfir 100 þúsund til­felli hafa verið staðfest þar og 31 dauðsfall.

34 til­felli á Íslandi

Hér á landi hafa verið staðfest 34 til­felli in­flú­ens­unn­ar. Land­læknisembættið hef­ur pantað 300 þúsund skammta af bólu­efni gegn svínaflensu­veirunni H1N1 og er von á bólu­efn­inu til lands­ins með haust­inu. Skammt­arn­ir duga til að bólu­setja hálfa þjóðina.

Banda­rík­in

A(H1N1) in­flú­ens­an var fyrst staðfest í Banda­ríkj­un­um um miðjan júlí. Nú hafa verið staðfest 40.617 til­felli flens­unn­ar og 263 dauðsföll eru rak­in til A(H1N1). Yf­ir­völd í Banda­ríkj­un­um telja þó að til­fell­in geti verið nær einni millj­ón, þar sem ekki eru tek­in sýni úr öll­um sem sýna ein­kenni flens­unn­ar.

Heil­brigðis­yf­ir­völd í Banda­ríkj­un­um efna til neyðar­fund­ar á morg­un til að ræða viðbrögð við flens­unni og aðgerðir til að hefta út­breiðslu henn­ar. Þegar er búið að panta um 10 millj­ón skammta af bólu­efni og er áætlað að bólu­setn­ing geti haf­ist um miðjan októ­ber. Banda­rísk­ir vís­inda­menn vinna nú að þróun nýs bólu­efn­is og ættu próf­an­ir að geta haf­ist í næsta mánuði.

Am­er­íka

A(H1N1) in­flú­ens­an hef­ur lagst hvað þyngst á Mið- og Suður-Am­er­íku. Talið er að um 500 manns hafi lát­ist af völd­um flens­unn­ar þar eða meira en helm­ing­ur allra þeirra sem staðfest er að lát­ist hafi af völd­um flens­unn­ar. 138 manns hafa lát­ist í Mexí­kó og 165 í Arg­entínu. Fjöl­mörg Am­er­íku­ríki hafa aukið fjár­fram­lög til að sporna gegn út­breiðslu flens­unn­ar. Þannig hafa stjórn­völd í Chile ákveðið að verja 30 millj­ón­um doll­ara til kaupa á bólu­efni. Sum­ar­leyfi skóla hafa verið fram­lengd og víða eru skorður sett­ar við fjölda­sam­kom­um.

Bret­land

Bret­land er sú Evr­ópuþjóð sem hef­ur orðið hvað harðast úti af völd­um flens­unn­ar. Yfir 100 þúsund ný til­felli in­flú­ens­unn­ar hafa verið staðfest þar und­an­farna viku, nær tvö­falt fleiri en vik­una þar á und­an. Staðfest er að 31 hef­ur lát­ist í Bretlandi af völd­um flens­unn­ar. Bresk heil­brigðis­yf­ir­völd hafa pantað 132 millj­ón­ir skammta af bólu­efni og áforma að bólu­setja helm­ing þjóðar­inn­ar. Bólu­setn­ing hefst í lok þessa árs. Bret­ar opnuðu á dög­un­um fyr­ir símaþjón­ustu vegna in­flú­ens­unn­ar þar sem hægt er að fá ráðlegg­ing­ar og aðstoð. Áætlað er að um 200 þúsund sím­töl séu af­greidd dag­lega.

Spánn

Á Spáni hafa verið staðfest 1.806 til­felli in­flú­ens­unn­ar. Dauðsföll­in þar í landi eru orðin sex. Eng­in viðbragðsáætl­un er til vegna út­breiðslu flens­unn­ar en stjórn­völd hafa pantað 37 millj­ón­ir skammta af bólu­efni. Miðað er við að 40% þjóðar­inn­ar veðri bólu­sett eða um 18 milj­ón­ir manna.

Taí­land

Af Asíu­ríkj­um hef­ur Taí­land orðið einna verst úti af völd­um A(H1N1) in­flú­ens­unn­ar. Í Taílandi eru staðfest 6.776 til­felli in­flú­ens­unn­ar frá því veir­an greind­ist þar fyrst í maí síðastliðnum. Þá hafa 66 lát­ist af völd­um flens­unn­ar, þar af lét­ust 22 í liðinni viku. Þetta er 50% aukn­ing dauðsfalla.

Jap­an

Um miðja síðustu viku höfðu verið staðfest 4.462 til­felli í Jap­an en ekk­ert dauðsfall. Jap­an­ar gripu til ráðstaf­ana þegar í upp­hafi og hertu mjög heil­brigðis­eft­ir­lit á flug­völl­um. Ef grun­ur lék á um flensu­smit var viðkom­andi sett­ur í ein­angr­un. Þá var um 4.800 skól­um og leik­skól­um lokað í eina viku, þegar í upp­hafi flensu­far­ald­urs­ins. Jap­an­ar segj­ast eiga Tamiflu og Relenza sem dugi fyr­ir 38 millj­ón­ir sjúk­linga. Jap­an­ar hyggj­ast fram­leiða 17 millj­ón­ir skammta af eig­in bólu­efni gegn in­flú­ens­unni á þessu ári.

Kína

Hjá fjöl­menn­asta ríki heims, Kína, er út­breiðslan væg enn sem komið er. Aðeins hafa verið staðfest inn­an við 3.000 til­felli in­flú­ensu þar í landi. Eitt dauðsfall er rakið til in­flú­ens­unn­ar. Kín­verj­ar brugðust mjög ákveðið við þegar í upp­hafi, minn­ug­ir bráðal­ungna­bólgu (HABL) og fuglaflensu­far­ald­urs. Er­lend­ir ferðamenn eru und­an­tekn­inga­laust sett­ir í sjö daga ein­angr­un, ef grun­ur vakn­ar um smit. Eng­in áform eru um bólu­setn­ingu vegna flens­unn­ar.

Afr­íka

Sára­fá til­felli in­flú­ensu hafa verið staðfest í Afr­íku­ríkj­um. Sér­fræðing­ar vara þó við því að veir­an gæti náð sér mjög hratt á strik og orðið skæð vegna út­breiðslu HIV og al­næm­is í álf­unni. Í Suður-Afr­íku búa um 48 millj­ón­ir manna og eru um 6 millj­ón­ir með HIV smit. Rétt rúm­lega 100 til­felli in­flú­ensu höfðu verið staðfest í Afr­íku um miðjan mánuðinn.

Mið-Aust­ur­lönd

Ísra­el­ar staðfestu í gær fyrsta dauðsfallið af völd­um in­flú­ens­unn­ar. Þá var fyrsta dauðsfallið af völd­um A(H1N1) staðfest í Sádí-Ar­ab­íu í gær. Eng­ar töl­ur liggja fyr­ir um út­breiðslu veirunn­ar en heil­brigðisráðherr­ar Ar­ab­a­ríkja segja mikl­ar lík­ur á örri út­breiðslu á næstu mánuðum. Millj­ón­ir manna leggja leið sína til Mekka til að taka þátt í Hajj trú­ar­at­höfn­inni. Lagt hef­ur verið til að börn und­ir 12 ára aldri og fólk eldra en 65 ára, fái ekki að taka þátt í at­höfn­inni vegna smit­hætt­unn­ar.

Mið- og Aust­ur-Evr­ópa

Útbreiðsla A(H1N1) er til­tölu­lega væg í aust­ur- og miðhluta Evr­ópu. Í Þýskalandi höfðu 1.469 til­felli verið staðfest í byrj­un síðustu viku. Ekk­ert dauðsfall hef­ur hlot­ist af völd­um in­flú­ens­unn­ar. Þjóðverj­ar áforma kaup á bólu­efni sem næg­ir fyr­ir þann fjórðung lands­manna sem er í mestri hættu.

Í Tékklandi höfðu í gær verið staðfest 63 til­felli. Eng­in áform eru um bólu­setn­ingu þar.

Reu­ters
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert