Loftrýmisgæsla að nýju

Varnarmálastofnun
Varnarmálastofnun

Loft­rým­is­gæsla Atlants­hafs­banda­lags­ins við Ísland hefst á ný fimmtu­dag­inn 6. ág­úst. Banda­ríski flug­her­inn ann­ast verk­efnið að þessu sinni í boði ís­lenskra stjórn­valda en í sam­ræmi við loft­rým­is­gæslu­áætlun NATO fyr­ir Ísland, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Varn­ar­mála­stofn­un­ar.

Alls munu um 140 liðsmenn banda­ríska flug­hers­ins taka þátt í verk­efn­inu, sem verður nokkru um­fangs­meira en verk­efni Norðmanna og Dana hér á landi fyrr á ár­inu. Banda­ríkja­menn koma til lands­ins með fjór­ar F-15 orr­ustuþotur, auk eldsneyt­is­flug­vél­ar og munu halda uppi loft­rým­is­gæslu í þrjár vik­ur.

Banda­ríkja­menn bera kostnað af gæsl­unni að öðru leyti en því að Íslend­ing­ar greiða kostnað við uppi­hald mannafl­ans á meðan á verk­efn­inu stend­ur.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert