Lögreglumenn örþreyttir

Lögreglan að störfum
Lögreglan að störfum mbl.is/Jakob Fannar Sigurðsson

„Ég veit ekki hvort al­menn­ing­ur eða stjórn­mála­menn átta sig á því að fjár­veit­ing­ar til lög­reglu eru og hafa verið of lág­ar. Lög­gæsl­an þarf, af nauðsyn, að miða sig mjög mikið við skemmtana­líf lands­ins og af­leiðing­ar áfeng­isneyslu. Þannig er meiri áhersla lögð á kvöld- og helgar­lög­gæslu, en að degi til er lög­gæsl­an í því­líku lág­marki að skömm er að.“

Þetta seg­ir Guðmund­ur Fylk­is­son aðal­varðstjóri í grein sem hann rit­ar í Morg­un­blaðið í dag.

„Á svæðum þar sem þúsund­ir og jafn­vel tugþúsund­ir eru á ferðinni um helg­ar, að degi til, er lög­gæsla svipuð og á Hólma­vík,“ seg­ir Guðmund­ur.

Hann seg­ir að al­menn­ing­ur hafi ekki aðgang að lög­reglu vegna „venju­legra“ hluta nema á dag­vinnu­tíma á virk­um dög­um með til­heyr­andi óhagræði því lög­reglu­menn þurfi að reyna að ná hvíld á dag­inn til að vera í vinnu á kvöld- og næt­ur­vökt­um. Stund­um gangi það ekki upp og lög­reglu­menn­irn­ir séu örþreytt­ir eft­ir vakt­irn­ar. 

Lögreglan þarf að sinna ýmsum störfum
Lög­regl­an þarf að sinna ýms­um störf­um mbl.is/​Golli
mbl.is/​Kristján Kristjáns­son
Lögreglan
Lög­regl­an mbl.is/​Heiðar Kristjáns­son
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert