„Þetta er óþarfi“

00:00
00:00

„Ég er sam­mála for­manni ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar um að það er ástæðulaust að eyða pen­ing­um í þetta [Varn­ar­mála­stofn­un og loft­rým­is­gæslu] við þess­ar aðstæður. Þarna á ein­fald­lega að draga úr út­gjöld­um og hætta þessu. Þetta er óþarfi,“ seg­ir Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra.

Aðspurður seg­ir Stein­grím­ur að búið sé að ákveða að skera veru­lega niður fjár­veit­ing­ar í þenn­an mála­flokk á næsta ári.

Össur Skarp­héðins­son ut­an­rík­is­ráðherra seg­ir að Árna Þór sé frjálst að hafa sín­ar skoðanir á þessu máli. „Það hafa eng­ar ákv­arðanir verið tekn­ar um breyt­ing­ar af hálfu rík­is­stjórn­ar­inn­ar.“

Ráðherr­arn­ir voru spurðir um viðbrögð við um­mæl­um Árna Þórs Sig­urðsson­ar, for­manns ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is, sem höfð voru eft­ir hon­um í Frétta­blaðinu í dag. Þar seg­ir Árni að leggja eigi niður Varn­ar­mála­stofn­un um ára­mót­in og einnig loft­rým­is­gæsl­una.

Össur bend­ir á at­hygl­is­verðar til­lög­ur Thor­valds Stolten­bergs, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra Nor­egs, um að Norður­lönd­in taki að sér sam­eig­in­lega loft­rým­is­gæslu á Íslandi. „Það hef­ur eng­inn að sjálfu sér mælt á móti því að þær til­lög­ur séu skoðaðar til hlít­ar. Ég held að þær séu at­hygl­is­verðar,“ seg­ir ut­an­rík­is­ráðherra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert