Tveir karlmenn voru handteknir í dag í tengslum við rannsókn á umfangsmiklu fjársvikamáli. RÚV greindi frá. Mennirnir voru handteknir á Keflavíkurflugvelli við komu til landsins.
Tveir menn sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Talið er að svik mannanna nemi tugum milljóna króna en þau tengjast meðal annars Íbúðalánasjóði.