Félagi í Stangveiðifélagi Akraness segir að einhverjir félagar í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur hafi virt að vettugi tólf laxa kvóta sem settur var í ánni Fáskrúð í Dölum í sumar. Þetta kemur fram á fréttavefnum Skessuhorn.
Í vor var ákveðið að 12 laxa kvóti væri á veiðiholl sem veiddu í Fáskrúð í Dölum. Var þessi ákvörðun tekin í samráði við Veiðimálastofnun, af félögunum Stangveiðifélagi Akraness og Stangveiðifélagi Reykjavíkur sem skipta veiðitímabilinu á milli sín til helminga.
„Félagar í SVFR hafa virt þetta samkomulag að vettugi í sumar og veitt eins og þeir hafa getað. Hafa þeir jafnvel sprengt kvótann um 100%. Samkomulag var að eftir 12 laxa væri veitt og sleppt, en nær allir laxar hafa verið veiddir á maðk í ánni og því engum sleppt,” sagði veiðimaður frá SVFA sem hafði samband við Skessuhorn. Sá segist hafa hitt veiðimenn frá SVFR við Fáskrúð og höfðu þeir sagt að aðeins væri kvóti hjá félögum í SVFA.
ATHUGASEMD sett inn klukkan 12:28: SVFR hefur gert athugasemd við frétt Skessuhorns og er hún birt hér