Fleiri þingmenn á móti

mbl.is/Ómar

Æ fleiri þing­menn setja sig á móti Ices­a­ve-sam­komu­lag­inu og sam­kvæmt heim­ild­um Bloom­berg frétta­stof­unn­ar er lík­legt að 34 þing­menn greiði at­kvæði gegn til­lög­unni. Fyr­ir mánuði var talið að 33 þing­menn af 63 væru á móti. Fjár­málaráðherra, Stein­grímu J. Sig­fús­son, seg­ist ekki vera að fara á taug­um vegna þessa í sam­tali við Bloom­berg.

Hann seg­ir alla samn­inga um Ices­a­ve slæma og að málið allt lykti. Það breyti því hins veg­ar ekki að það verður að leysa það. 

Sam­kvæmt Bloom­berg fær Ísland ekki greidd út lán á veg­um Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins né frá hinum nor­rænu ríkj­un­um fyrr en búið er að ganga frá sam­komu­lagi við Breta og Hol­lend­inga vegna Ices­a­ve.

Sam­kvæmt Bloom­berg munu all­ir 29 stjórn­ar­and­stöðuþing­menn­irn­ir greiða at­kvæði gegn Ices­a­ve-sam­komu­lag­inu. Fimm af 14 þing­mönn­um VG hafa efa­semd­ir um sam­komu­lagið en all­ir þing­menn Sam­fylk­ing­ar, 20 tals­ins, munu greiða at­kvæði með. 

Stein­grím­ur J. seg­ir ómögu­legt að segja til hvenær Ices­a­ve umræðunni ljúki á Alþingi en þriðja og síðasta umræðan fer fram í næstu viku. Stjórn­ar­andstaðan hef­ur boðað málþóf svo umræðan get­ur tekið lang­an tíma. Hann seg­ir að sum­arþingið muni standa þangað til búið er að leysa þetta mál.

Dav­id Riley, sér­fræðing­ur hjá alþjóðlega mats­fyr­ir­tæk­inu Fitch seg­ir að stofn­un­in muni ekki breyta nei­kvæðum horf­um Íslands fyrr en Ices­a­ve deil­an leys­ist. Bæði Moo­dy's og Stand­ard and Poor’s eru með rík­is­sjóð í nei­kvæðum horf­um. Að sögn Stein­gríms eiga stjórn­völd nú í viðræðum við mats­fyr­ir­tæk­in vegna þessa.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka