Frysting eigna heimil

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon mbl.is/Ómar

Ef efni standa til hefur ákæruvaldið fullnægjandi lagaheimildir í höndum til frystingar eigna, segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Það hljóti að koma að því að fara verði í slíkar aðgerðir.

Nauðsyn stóraukinna fjárveitinga til sérstaks saksóknara sem kynntar voru í síðustu viku, til þess sérstaklega að rannsaka færslur í bankakerfinu mánuðina fyrir hrunið séu að koma í ljós núna.

Steingrímur segir aðspurður að rætt hafi verið innan þingflokksins um að setja sérstakar lagaheimildir sem auðvelduðu kyrrsetningu eigna ef ástæða væri talin til.

Hvað varðar erlend skattaskjól segir Steingrímur að kveðið sé á um aðstoð af hálfu Breta og Hollendinga í samningum. Þá sé ástæða til að fylgja því betur eftir í öðrum löndum og nefnir Lúxemborg sem dæmi. „Ég hef reyndar hugsað mér að beita mér sjálfur í því á næstunni með því að hafa beint og milliliðalaust samband við Lúxemborg,“ segir Steingrímur.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert