Mánaðarfangelsi vegna vegabréfafals

Frá vegabréfaeftirlitinu í Leifsstöð.
Frá vegabréfaeftirlitinu í Leifsstöð. mbl.is

Karlmaður á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í fangelsi í einn mánuð fyrir að framvísa stolnu vegabréfi við vegabréfaskoðun á Keflavíkurflugvelli, eftir komu til landsins með flugi n frá Stokkhólmi á sunnudag. Hafði vegabréfið verið tilkynnt stolið í Svíþjóð. Er manninum, sem er ríkisborgari í Kongó, gert að greiða allan sakarkostnað alls 85.407 krónur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert