Lögreglan verður með öflugt eftirlit um verslunarmannahelgina. Fram kemur á vef lögreglunnar að ríkislögreglustjóri veiti lögregluembættum landsins sem fyrr stuðning á sviði umferðar- og fíkniefnamála, og við almenna löggæslu í bæjarfélögum og á skipulögðum útihátíðum.
Fíkniefnalöggæsla:
Frá 30. júlí og fram yfir verslunarmannahelgina verða á vegum ríkislögreglustjóra tvö teymi fíkniefnalögreglumanna og tollvarða með fíkniefnaleitarhunda og sinna fíkniefnalöggæslu. Þau ferðast um landið og verða á þeim stöðum sem þörf er talin á.
Lögreglustjórar
halda jafnframt sjálfir úti fíkniefnaeftirliti í umdæmum sínum, m.a.
með fíkniefnaleitarhundum lögregluembættanna, embættis Tollstjóra og
Fangelsismálastofnunar.
Umferðareftirlit:
Á grundvelli samstarfssamnings ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslunnar verður þjóðvega- og hálendiseftirliti sinnt úr þyrlu Landhelgisgæslunnar auk þess sem ríkislögreglustjóri leggur til lögreglubifreið til umferðareftirlits á Suður- og Vesturlandsvegi.
Lögreglan mun leggja sérstaka áherslu á hraðamælingar, sýnilegt eftirlit á hættulegum vegarköflum og á þeim svæðum sem talið er að mestur fólksfjöldi verði á. Einnig verður lögð áhersla á eftirlit með akstri undir áhrifum áfengis og vímuefna.
Almenn löggæsla:
Sérsveit
ríkislögreglustjóra veitir lögreglustjórum aðstoð við almenna löggæslu
á bæjarhátíðum, útihátíðum og á höfuðborgarsvæðinu. Þá verður einnig
haldið úti hreyfanlegu almennu eftirlit, eftir þörfum hverju sinni.