Fjölsóttar hátíðir afkomenda Íslendinga

Vestur-Íslendingar og afkomendur þeirra fjölmenna á Íslendingadaga í Mountain og …
Vestur-Íslendingar og afkomendur þeirra fjölmenna á Íslendingadaga í Mountain og í Gimli. Árni Sæberg

Össur Skarp­héðins­son ut­an­rík­is­ráðherra verður aðalræðumaður Íslend­inga­dag­anna í Mountain í Norður-Dakota og á Gimli í Manitoba. Kór Grafar­vogs­kirkju tek­ur einnig þátt í hátíðar­höld­un­um. Tveir hóp­ar Íslend­inga, sam­tals 86 manns, verða á slóðum Vest­ur-Íslend­inga í skipu­lögðum hóp­ferðum og taka þátt í Íslend­inga­dög­un­um.

Íslend­inga­dag­ur­inn verður hald­inn í 110. skipti í Mountain í Norður-Dakota 1. ág­úst næst­kom­andi. Í bæn­um búa um 100 manns en yfir fimm þúsund manns sækja hátíðina ár hvert. Hátíðin hefst á föstu­dag­inn kem­ur og lýk­ur á sunnu­dag. Þetta er stærsta hátíð fólks af ís­lensk­um upp­runa í Banda­ríkj­un­um. Össur mun flytja þar hátíðarræðu á laug­ar­dag auk þess sem verður kór­söng­ur.

Íslend­inga­dag­ur­inn verður hald­inn hátíðleg­ur í Gimli í Winnipeg í Kan­ada mánu­dag­inn 3. ág­úst. Talið er að að minnsta kosti 50 þúsund manns hafi sótt þessa hátíð und­an­far­in ár. Báðar hátíðirn­ar eiga það sam­eig­in­legt að farn­ar eru skrúðgöng­ur og rifjuð upp saga og menn­ing Vest­ur-Íslend­inga.

Jón­as Þór sagn­fræðing­ur sagði að 51 Íslend­ing­ur fari á Íslend­inga­slóðir á veg­um Vest­ur­heims sf. og Þjóðrækn­is­fé­lags­ins um næstu mánaðamót. Jón­as kvaðst mundi fara með sjö hópa til Vest­ur­heims í ár en í ág­úst í fyrra hafði hann bókað tólf hópa. Efna­hags­sam­drátt­ur­inn hef­ur held­ur dregið úr fjölda þeirra sem fara vest­ur.  Á móti kem­ur að hann flutti hingað á annað hundrað Vest­ur-Íslend­inga í sum­ar.

Bænda­ferðir skipu­leggja einnig ferð á Íslend­inga­slóðir í Kan­ada um næstu mánaðamót. Hug­rún Hann­es­dótt­ir hjá Bænda­ferðum sagði að í hópn­um þeirra verði 35 manns að þessu sinni. Hún sagði alltaf mik­inn áhuga á Íslend­inga­slóðum í Kan­ada. Fólki þyki mik­il  lífs­reynsla að koma á þess­ar slóðir og hitta af­kom­end­ur Vest­urfara í 4. og 5. lið, sem jafn­vel tala ís­lensku.

Össur Skarphéðinsson flytur hátíðarræður á Íslendingadögum vestanhafs um næstu helgi.
Össur Skarp­héðins­son flyt­ur hátíðarræður á Íslend­inga­dög­um vest­an­hafs um næstu helgi. mbl.is/​Dag­ur
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert