Um 43 prósent þeirra sem afstöðu tóku í skoðanakönnun Fréttablaðsins, sem gerð var í gærkvöldi, sögðust styðja sitjandi ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Alls sögðust 57 prósent ekki styðja stjórnina.
Stuðningur við ríkisstjórnina var afgerandi hjá stuðningsmönnum Samfylkingar og Vinstri grænna.
Aðeins fimm prósent stuðningsmanna Vinstri grænna sögðust ekki styðja
ríkisstjórnina og átta prósent þeirra sem styðja Samfylkinguna.
Lítill
munur var á afstöðu kynjanna, en konur virðast heldur sáttari við
stjórnina. Alls sögðust 45 prósent kvenna styðja ríkisstjórnina en 41
prósent karla.
Hringt var í 800 manns í gærkvöldi. Spurt var: Styður þú núverandi ríkisstjórn? Alls tóku rúmlega 87 prósent afstöðu
til spurningarinnar, samkvæmt frétt í Fréttablaðinu í dag.