Straumur manna í dalinn

Vestmannaeyingar streymdu niður í Herjólfsdal upp úr hádegi þegar út …
Vestmannaeyingar streymdu niður í Herjólfsdal upp úr hádegi þegar út spurðist að tjaldstæðið hefði opnað.

„Það er auðvitað þannig að ef það sést ein­hver með tjaldsúlu á leið í átt að daln­um þá fer allt af stað og menn streyma hingað niður í dal,“seg­ir Páll Scheving, formaður þjóðhátíðar­nefnd­ar, hlæj­andi. „Hér mynd­ast mjög sér­stök stemmn­ing þegar tjald­stæðið er opnað.“

Eft­ir há­degi í dag streymdu Vest­manna­ey­ing­ar niður í Herjólfs­dal eft­ir að út spurðist að búið væri að opna tjald­stæðið. Það reynd­ist ekki rétt og var tjald­stæðið loks opnað nú um sex­leytið.

„Það er siður hér að leyfa sjálf­boðaliðum sem starfa við hátíðina að velja sér fyrst tjald­stæði.“ 

Páll seg­ir und­ir­bún­ing­inn ganga afar vel og spá­in fyr­ir helg­ina sé góð. „Við höf­um gert all­ar ráðstaf­an­ir enda ger­um við ráð fyr­ir að það komi ákaf­lega marg­ir hingað í ár. Við bú­umst jafn­vel við að metið verði slegið svo við höf­um gert ým­is­legt til að búa okk­ur und­ir það.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert