Trukkur fastur í Rauðá

Flugbjörgunarsveitin á Hellu er á leið í Vonarskarð.
Flugbjörgunarsveitin á Hellu er á leið í Vonarskarð. Árni Sæberg

Liðsmenn Flug­björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar á Hellu eru á leið upp á Sprengisand til  að bjarga tólf tonna Man trukk sem er fast­ur í sand­bleytu í Rauðá í Von­ar­sk­arði. Bíll­inn fest­ist í ánni í gær og flutti há­lendis­eft­ir­lit Lands­bjarg­ar fólkið, sem var á bíln­um og er út­lent, í Nýja­dal. 

Svan­ur S. Lárus­son, formaður Flug­björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar á Hellu, sagði að fjór­ir liðsmenn sveit­ar­inn­ar hafi farið í morg­un á tveim­ur bíl­um, Uni­mog tor­færu­bíl og Man vöru­bíl með drifi á öll­um hjól­um. Tveir jepp­ar náðu ekki að losa trukk­inn í gær og var tal­in þörf á að fá þyngri bíla til verks­ins.

Aðstoðar Flug­björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar var óskað í gær­kvöldi. Frá Hellu í Von­ar­sk­arð er um þriggja og hálfr­ar klukku­stund­ar akst­ur. 

Svan­ur sagði að Flug­björg­un­ar­sveit­in sé oft beðin um að aðstoða er­lenda ferðamenn sem festa bíla sína. Flest­ir þeirra eru með trygg­ingu sem greiðir fyr­ir leit og björg­un og aðrir bjóða greiðslu fyr­ir hjálp­ina.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert