Afgreiðslu AGS frestað

Bogdan Cristel

Alþjóða gjald­eyr­is­sjóður­inn (AGS) hef­ur frestað því að ræða mál­efni Íslands á mánu­dag vegna þess að ekki hef­ur verið gengið frá Ices­a­ve-sam­komu­lag­inu. Þetta hef­ur Bloom­berg frétta­stof­an eft­ir tals­manni sjóðsins, Carol­ine Atkin­son. Búið er að taka Ísland út af dag­skrá sjóðsins á mánu­dag.

Yf­ir­stjórn Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins ætlaði á fundi sín­um næst­kom­andi mánu­dag að ræða um fyrstu end­ur­skoðun efna­hags­áætl­un­ar sjóðsins og ís­lenskra stjórn­valda og hvort for­send­ur séu fyr­ir því að sjóður­inn greiði út ann­an hluta láns­ins til Íslands sam­tals 155 millj­ón­ir Banda­ríkja­dala.

Fyrsti hluti láns­ins var 827 millj­ón­ir dala sem greidd­ur var út í nóv­em­ber á síðasta ári og rest­in átti að koma í átta jöfn­um greiðslum sem verður hver að upp­hæð 155 millj­ón­ir dala.

Fyrsta end­ur­skoðunin og ann­ar hluti láns­ins hef­ur dreg­ist um­tals­vert en upp­runa­lega var hún á dag­skrá í fe­brú­ar á þessu ári. Drátt­ur í end­ur­skipu­lagn­ingu bank­anna, Ices­a­ve deil­an, stjórn­ar­skipti á Alþingi, taf­ir á  fram­lagn­ingu lang­tíma­áætl­un­ar í rík­is­fjár­mál­um o.fl. mál hafa valdið töf­um. Nú virðast hins veg­ar flest mál vera í höfn fyr­ir end­ur­skoðun fyr­ir utan Ices­a­ve-samn­ing­inn.

Fyrr í vik­unni kom fram í Morgun­korni Glitn­is að verði ekki af af­greiðslu láns Alþjóða gjald­eyr­is­sjóðsins nú mun hún tefjast a.m.k. um mánuð en öll töf í þessu er óhent­ug fyr­ir upp­bygg­ingu á ís­lensku efna­hags­lífi.

Atkin­son sagðist í dag á vef­varpi sjóðsins í Washingt­on ekki eiga von á því að mál­efni Íslands verði tek­in fyr­ir í næstu viku. Seg­ist hún ekki vera viss um að gögn máls­ins séu til­bú­in en það hafi verið góður gang­ur í að ljúka við end­ur­skoðun­ina und­an­farið svo hún eigi von á því að skýrsl­an verði til­bú­in fljótt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert