Aflaverðmæti komið yfir milljarð

mbl.is/Þorkell

Aðalsteinn Jónsson SU frá Eskifirði kom inn til löndunar í síðustu viku með fullfermi af frystum síldarflökum eftir viku túr. Aflaverðmæti skipsins er nú komið yfir milljarð króna.

Á vefnum Skip.is segir að þennan góða árangur megi að hluta til þakka mjög góðri makrílveiði í júní og í byrjun júlí en vel gekk að frysta makríl um borð. Heildarafli af frystum, hausskornum makríl var um 1900 tonn áður en makrílveiðin var stöðvuð. Á heimasíðu Eskju segir að veiðistöðvunin hafi valdið vonbrigðum því fituinnihald og stærð makrílsins hafi verið að aukast hratt og fiskurinn að verða verðmeiri.

Verkefnið framundan hjá Aðalsteini Jónssyni SU er að flaka og frysta síld fyrir markað í Austur-Evrópu en góð síldveiði hefur verið á Rauða torginu síðustu daga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert