Fréttaskýring:Atkvæðavægi átalið af eftirlitsnefnd ÖSE

Kosningar.
Kosningar. Reuters

Þrátt fyr­ir að fram­kvæmd síðustu alþing­is­kosn­inga hafi ein­kennst af gagn­sæi og trausti al­menn­ings til vinnu­bragða kosn­inga­yf­ir­valda má ým­is­legt bet­ur fara, að því er fram kem­ur í nýrri skýrslu Örygg­is- og sam­vinnu­stofn­un­ar Evr­ópu, ÖSE.

Skýrsla stofn­un­ar­inn­ar, Ice­land: Ear­ly Parlia­ment­ary Electi­ons, sem er aðgengi­leg á vefn­um, tel­ur bæði upp það sem þykir með ágæt­um og svo hitt sem þurfi at­hug­un­ar við.

Fundið er að mis­ræmi í vægi at­kvæða, einkum á milli Norðvest­ur- og Suðvest­ur­kjör­dæm­is, sem veki spurn­ing­ar um jafn­ræði kjós­enda. Vísað er til til­mæla Fen­eyja­nefnd­ar Evr­ópuráðsins um að mis­ræmi í at­kvæðavægi skuli ekki vera um­fram 10% – og alls ekki yfir 15% – nema í sér­stök­um til­vik­um, svo sem til varn­ar af­mörkuðum minni­hluta­hóp­um.

Í kosn­ing­un­um í maí hafi hins veg­ar verið sam­an­lagt um 50% fleiri skráðir kjós­end­ur á bak við hvert þing­sæti í Reykja­vík­ur­kjör­dæmun­um tveim­ur og í Suðvest­ur­kjör­dæmi en í hinum kjör­dæmun­um þrem­ur. Mun­ur­inn á milli Suðvest­ur- og Norðvest­ur­kjör­dæm­is hafi verið hvað mest­ur, eða um 100%.

Trygg­ir fjölda val­kosta

Fjöl­miðlum, hvort sem þeir eru op­in­ber­ir eða í einka­eigu, er lýst sem frjáls­um. Hins veg­ar megi styrkja ým­is­legt í reglu­verk­inu um um­fjöll­un op­in­berra miðla, svo sem í tengsl­um við 10 mín­útna ókeyp­is út­send­ing­ar­tíma Rík­is­sjón­varps­ins til handa fram­boðum fyr­ir kosn­ing­ar.

Fyr­ir kosn­ing­arn­ar í maí hafi fjög­ur af fram­boðunum sjö hafnað boðinu, enda ekki talið það borga sig.

RÚV hafi svo fallið frá boðinu þvert á vilja for­ystu­manna Lýðræðis­hreyf­ing­ar­inn­ar og Borg­ara­hreyf­ing­ar­inn­ar, sem hafi álitið þá ákvörðun skerða svig­rúm þeirra til að koma áhersl­um sín­um á fram­færi.

Með þetta í huga reifa eft­ir­lits­menn ÖSE mögu­leik­ann á að út­deil­ing of­an­greinds út­send­ing­ar­tíma verði tek­in fyr­ir í laga­setn­ingu.

Jafn­framt er lagt til að út­varps­rétt­ar­nefnd fái aukið svig­rúm til eft­ir­lits með kosn­ingaum­fjöll­un og heim­ild til að smíða regl­ur um hvernig staðið skuli að henni.

 Áhyggj­ur af samþjöpp­un

Því gæti laga­setn­ing sem tak­marki eign­ar­hald komið til greina á ný.

Kosn­inga­yf­ir­völd eru sögð hafa staðið sig vel en að til­efni sé til að styrkja hlut­verk lands­kjör­stjórn­ar. Þá sé tíma­bært að end­ur­skoða fyr­ir­komu­lag um utan­kjörstaðaat­kvæði og gefa lands­kjör­stjórn aukið vald yfir yfir­kjör­stjórn til að tryggja aukna sam­hæf­ingu á öll­um stig­um.

Einnig skorti sam­hæft og miðlægt tölvu­kerfi fyr­ir skrá­setn­ingu úr­slita.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert