Bæjarstjóri Seltjarnarness hæstur

Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri veiðir hér lax við opnun Elliðaánna.
Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri veiðir hér lax við opnun Elliðaánna. mbl.is/efi

Algengt er að laun bæjarstjóra skiptist í föst mánaðarlaun og fasta yfirvinnu.

Bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar, Ásgerður Halldórsdóttir, er hæst launaði bæjarstjóri landsins samkvæmt úttekt Morgunblaðsins sem nær til helstu sveitarfélaga landsins. Laun hennar eru tvíþætt. Annars vegar fær hún 1.180.070 kr. sem bæjarstjóri og svo fær hún 137.904 kr. fyrir setu í bæjarstjórn en Ásgerður er kjörinn bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks.

Líkt og margir aðrir bæjarstjórar fær Ásgerður afnot af bíl og greiðir hlunnindaskatt af honum. Í öðru sæti er bæjarstjóri Garðabæjar sem hlýtur 759.043 í föst mánaðarlaun en að auki fær hann 50 klukkustundir borgaðar sem fasta yfirvinnu, eða 265.256 kr. Samtals gerir þetta 1.204.572 kr. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar er í þriðja sæti með 1.194.350, þá kemur Akureyri með 1.064.642, Hafnarfjörður með 1.086.649, Kópavogur með 1.085.187, Reykjanesbær með 1.044.626 og Fjarðabyggð með 1.004.472 kr.

Reykjavík í níunda sæti

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert