Friðrik Guðmundsson, fyrrverandi útgerðarmaður í Þorlákshöfn, greiðir hæst opinber gjöld einstaklinga í Suðurlandsumdæmi í ár eða 19,8 milljónir. Næstir honum eru Jón Sigurðsson í Bláskógabyggð með rúmar 17 milljónir og Hjörleifur Brynjólfsson í Þorlákshöfn með 15,1 milljón.
Enginn þeirra sem skipuðu þrjú efstu sætin á Suðurlandi í fyrra eru meðal þeirra tíu sem greiða hæstu gjöldin í ár. Á síðasta ári var Pétur Kristján Hafstein, fyrrverandi hæstaréttardómari, gjaldahæstur skattgreiðenda í Suðurlandsumdæmi en hann greiddi 151 milljón króna í opinber gjöld. Í öðru sæti listans var Guðmundur A. Birgisson, fjárfestir að Núpum 3 Ölfussi með 111.199.951 krónur og í þriðja sæti var Óskar Magnússon, útgefandi Árvakurs að Sámsstöðum, Rangárþingi eystra, 81.767.912 krónur.
Listinn yfir þá einstaklinga sem greiða hæstu opinberu gjöldin í Suðurlandsumdæmi, samkvæmt upplýsingum Skattsjóra Suðurlandsumdæmis:
Friðrik Guðmundsson, Ölfushreppi, 19.813.871 kr.
Jón Sigurðsson, Bláskógabyggð, 17.063.327 kr.
Hjörleifur Brynjólfsson, Ölfushreppi, 15.148.035 kr.
Björn Sigurðsson, Rangárþing ytra, 13.258.193 kr.
Baldur M Geirmundsson, Flóahreppi, 12.203.405 kr.
Hannes Gísli Ingólfsson, Grímsnes- og Grafningshr. 12.078.174 kr.
Olaf Forberg, Hveragerði, 11.610.587 kr.
Sigríður Sverrisdóttir, Árborg, 11.175.595 kr.
Ragnar Kristinn Kristjánsson, Hrunamannahreppi, 10.907.663 kr.
Björn Jónsson, Árborg, 10.203.898 kr.