Friðrik skattakóngur Suðurlands

Skattakóngur Suðurlands býr í Þorlákshöfn.
Skattakóngur Suðurlands býr í Þorlákshöfn. mats.is

Friðrik Guðmundsson, fyrrverandi útgerðarmaður í Þorlákshöfn, greiðir hæst opinber gjöld einstaklinga í Suðurlandsumdæmi í ár eða 19,8 milljónir. Næstir honum eru Jón Sigurðsson í Bláskógabyggð með rúmar 17 milljónir og Hjörleifur Brynjólfsson í Þorlákshöfn með 15,1 milljón.

Enginn þeirra sem skipuðu þrjú efstu sætin á Suðurlandi í fyrra eru meðal þeirra tíu sem greiða hæstu gjöldin í ár. Á síðasta ári var Pétur Kristján Hafstein, fyrrverandi hæstaréttardómari,  gjaldahæstur skattgreiðenda í Suðurlandsumdæmi en hann greiddi 151 milljón króna í opinber gjöld. Í öðru sæti listans var Guðmundur A. Birgisson, fjárfestir að Núpum 3 Ölfussi með 111.199.951 krónur og í þriðja sæti var Óskar Magnússon, útgefandi Árvakurs að Sámsstöðum, Rangárþingi eystra, 81.767.912 krónur.

Listinn yfir þá einstaklinga sem greiða hæstu opinberu gjöldin í Suðurlandsumdæmi, samkvæmt upplýsingum Skattsjóra Suðurlandsumdæmis:

Friðrik Guðmundsson, Ölfushreppi, 19.813.871 kr.
Jón Sigurðsson,  Bláskógabyggð, 17.063.327 kr.
Hjörleifur Brynjólfsson, Ölfushreppi, 15.148.035 kr.
Björn Sigurðsson,  Rangárþing ytra,  13.258.193 kr.
Baldur M Geirmundsson, Flóahreppi, 12.203.405 kr.
Hannes Gísli Ingólfsson, Grímsnes- og Grafningshr. 12.078.174 kr.
Olaf Forberg, Hveragerði, 11.610.587 kr.
Sigríður Sverrisdóttir, Árborg, 11.175.595 kr.
Ragnar Kristinn Kristjánsson, Hrunamannahreppi, 10.907.663 kr.
Björn Jónsson, Árborg, 10.203.898 kr.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert