Skrifstofa Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í Níkaragva mun hafa starfsaðstöðu í sendiráði Finna í höfuðborg landsins fram til 2012. Umdæmisskrifstofu og sendiráði Íslands í landinu verður lokað um næstu mánaðamót.
Vegna skuldbindinga Íslands um samstarf við stjórnvöld í Níkaragva um jarðhitamál fram til 2012 verður rekin skrifstofa í landinu út samningstímann og Finnar tóku þeirri málaleitan vel að hýsa fulltrúa Íslands. Samningurinn við Finna gildir til ársloka 2012.