Komið að endurskoðun á umgjörð fjármálakerfisins

Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra.
Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra. mbl.is

„Það er alveg augljóst að við ætlum ekki að hafa sambærilega umgjörð um fjármálakerfið og var,“ segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra, aðspurður hvort endurbætur á regluverki viðskiptalífsins sé hafin. „Það var eiginlega ekki hægt að vinna svona vinnu af miklu viti á meðan menn voru enn að slökkva elda og fá fast land undir fætur,“ segir Gylfi. Nú sé margt í bígerð.

Hann nefnir fjögur dæmi um atriði sem þarf að skoða. Í fyrsta lagi áhættuna sem innlendar fjármálastofnanir tóku með því að lána í erlendri mynt til innlendra aðila sem höfðu hvorki tekjur né eignir í þeirri mynt og höfðu því engar gengisvarnir. Þá nefnir hann reglur um lánveitingar til tengdra aðila, ekki síst eigenda fjármálafyrirtækja.

Í þriðja lagi nefnir Gylfi lán sem veitt eru eingöngu gegn veði í hlutabréfum. „Það þarf að skoða hvað er eðlilegt að gera og æskilegt til að þau fari ekki algerlega úr böndunum.“

Í fjórða lagi segir Gylfi að skoða þurfi hvernig launa- og hvatakerfi, m.a. kaupréttir, geti hvatt til of mikillar áhættu og hvernig tekið skuli á því. „Þar má hugsa sér ýmsar leiðir, einhverjar í gegnum skattkerfið en aðrar í gegnum regluverk fjármálamarkaðarins,“ segir hann. Ráðuneytið muni beita sér fyrir að svona lagað verði endurskoðað, í samvinnu við Seðlabanka Íslands, Fjármálaeftirlitið og fleiri. Þá verði fylgst vel með umræðu um þetta í nágrannalöndunum og ESB.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert