Lánið stoppar á Icesave

mbl.is/Ómar

„Ég held að öll­um eigi að vera heild­ar­sam­hengi hlut­anna nokkuð ljóst. Það sem er víst er það, að af okk­ar hálfu hef­ur tek­ist að ná öllu fram og gera allt það sem til var ætl­ast af okk­ur. Ég held að ég geti full­yrt það, að það er sam­komu­lag milli okk­ar og Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins að við höf­um náð að koma öll­um hlut­um á þann stað sem ætl­ast var til og hugsað var sem for­send­ur þess að end­ur­skoðun gæti farið fram,“ seg­ir Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra, innt­ur eft­ir því hvort það, að ekki sé búið að af­greiða Ices­a­ve á Alþingi, tefji af­greiðslu lána hjá Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum (IMF).

Full­trúi sjóðsins hér á landi, Fra­nek Rozwadowski var ekki til­bú­inn til að staðfesta neitt í gær og seg­ir niður­stöðu von­andi að vænta síðar í vik­unni. Haft var eft­ir hon­um í Frétta­blaðinu síðastliðinn laug­ar­dag að málið hangi á því að gengið sé frá láns­lof­orðum Norður­land­anna.

„Í lána­samn­ingn­um sjálf­um við Norður­lönd eru ekki ákvæði sem tengj­ast Ices­a­ve en hins veg­ar lögðu samn­inga­menn Norður­landa ríka áherslu á það frá upp­hafi að þeir teldu mik­ils um vert að Íslend­ing­ar virtu sín­ar alþjóðlegu skuld­bind­ing­ar, einkum gagn­vart inn­stæðutrygg­ing­um,“ seg­ir Jón Sig­urðsson, formaður samn­inga­nefnd­ar Íslands gagn­vart Norður­lönd­un­um. Sama svar fékkst hjá norsku og sænsku fjár­málaráðuneyt­un­um.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert