Launalækkunin 5-8%

mbl.is

Næsta laug­ar­dag, fyrsta ág­úst, tek­ur gildi launa­lækk­un hjá skrif­stofu­stjór­um, sam­kvæmt ákvörðun kjararáðs frá því í gær.

Skrif­stofu­stjór­um er sam­kvæmt þessu skipt í þrjá flokka. Þá sem eru staðgengl­ar ráðuneyt­is­stjóra, með tæp­ar 660.000 krón­ur á mánuði, þá sem stýra skrif­stof­um og heyra beint und­ir ráðuneyt­is­stjóra, með um 638.000 krón­ur á mánuði og að lok­um þá sem ekki stýra skrif­stof­um og heyra und­ir ann­an skrif­stofu­stjóra eða sviðsstjóra, með um 617.000 krón­ur á mánuði.

Laun­in eru miðuð við fullt starf og þannig ákveðin að ekki komi til frek­ari greiðslna nema það sé sér­stak­lega ákveðið. Að sögn Guðrún­ar Zoëga, for­manns kjararáðs, þýðir þetta að laun skrif­stofu­stjóra lækka al­mennt um fimm til átta pró­sent, þótt frá­vik frá því geti verið í báðar átt­ir, enda störf mis­mun­andi skrif­stofu­stjóra ólík.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert