Líkur á verðhjöðnun hverfandi

mbl.is/Jim Smart

„Sumarútsölur og lækkun á húsnæðiskostnaði um 2,6% eru kannski stærstu áhrifavaldar þess að neysluverðsvísitalan hækkar minna en spár gáfu til kynna,“ segir Guðrún Jónsdóttir, deildarstjóri vísitöludeildar Hagstofunnar.

Meðalvörukarfa heimilis hækkar um 0,17%. Vörukarfan er stútfull af eiginlegum og óeiginlegum varningi, s.s. matvöru, fatnaði, síma, hita, rafmagni, bíómiðum, líkamsrækt, húsnæði, fjármálaþjónustu og svo mætti endalaust telja upp allar vörur og þjónustu sem heimilin kaupa.

Guðrún segir að þó innflutningur hafi dregist saman og ákveðnar matvörur og fleira sem nú sé of dýrt í innkaupum hafi horfið af markaði hafi það engin áhrif á mælingar. „Við höfum vissulega tekið eftir að úrval er minna bæði í matvöruverslunum og annars staðar. En ef ákveðnar vörur hverfa af markaði þá skiptum við inn nýjum sambærilegum. Þetta hefur því engin áhrif til verðhjöðnunar né verðbólgu. Ekki frekar en að þó hvert heimili eyði minna og kaupi fyrir átta þúsund en ekki tíu þúsund hverju sinni. Það er ekki hægt að mæla á milli nautalundar og kjötfars.“

Spár í byrjun árs hnigu í þá átt að Íslendingar ættu eftir að upplifa verðhjöðnun. Forsenda þeirrar spár var að gengislækkun íslensku krónunnar væri tímabundin og að gengið myndi styrkjast fljótt sem ekki hefur gengið eftir. „Ísland er mjög háð innflutningi sem er nátengdur genginu. Ef gengi krónu styrkist ekki þá eru líkur á verðhjöðnun hverfandi,“ segir Guðrún. Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert