Meirihluti styður viðræður

Meirihluti fólks styður aðildarviðræður við ESB.
Meirihluti fólks styður aðildarviðræður við ESB. Reuters

Aðild­ar­viðræður við Evr­ópu­sam­bandið njóta stuðnings tæp­lega 59% lands­manna, sam­kvæmt könn­un Frétta­blaðsins. Tæp­lega 57% stuðnings­manna VG styðja viðræður en um 54% fylg­is­manna Sjálf­stæðis­flokks eru and­víg viðræðunum.

Að teknu til­liti til þeirra sem voru óákveðnir eða vildu ekki svara voru 51% fylgj­andi viðræðum, 36,1% and­víg viðræðum, 12,1% voru óákveðnir og 8,8% vildu ekki svara. 

Meiri­hluti stuðnings­manna rík­is­stjórn­ar­flokk­anna styður viðræðurn­ar. Af þeim sem tóku af­stöðu styðja 89,1% stuðnings­manna Sam­fylk­ing­ar­inn­ar viðræðurn­ar og 56,8% stuðnings­manna VG. Meiri­hluti fylg­is­manna Sjálf­stæðis­flokks og Fram­sókn­ar­flokks eru and­víg­ir viðræðunum en meiri­hluti fylg­is­manna Borg­ara­hreyf­ing­ar­inn­ar styðja viðræðurn­ar. 

Hringt var í 800 manns þriðju­dag­inn 28. júlí. Svar­end­ur skipt­ust jafnt eft­ir kyni, og hlut­falls­lega eft­ir bú­setu. Spurt var: Ert þú fylgj­andi aðild­ar­viðræðum við Evr­ópu­sam­bandið? Alls tók 87,1% aðspurðra af­stöðu til spurn­ing­ar­inn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka