Meirihluti styður viðræður

Meirihluti fólks styður aðildarviðræður við ESB.
Meirihluti fólks styður aðildarviðræður við ESB. Reuters

Aðildarviðræður við Evrópusambandið njóta stuðnings tæplega 59% landsmanna, samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Tæplega 57% stuðningsmanna VG styðja viðræður en um 54% fylgismanna Sjálfstæðisflokks eru andvíg viðræðunum.

Að teknu tilliti til þeirra sem voru óákveðnir eða vildu ekki svara voru 51% fylgjandi viðræðum, 36,1% andvíg viðræðum, 12,1% voru óákveðnir og 8,8% vildu ekki svara. 

Meirihluti stuðningsmanna ríkisstjórnarflokkanna styður viðræðurnar. Af þeim sem tóku afstöðu styðja 89,1% stuðningsmanna Samfylkingarinnar viðræðurnar og 56,8% stuðningsmanna VG. Meirihluti fylgismanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eru andvígir viðræðunum en meirihluti fylgismanna Borgarahreyfingarinnar styðja viðræðurnar. 

Hringt var í 800 manns þriðjudaginn 28. júlí. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu. Spurt var: Ert þú fylgjandi aðildarviðræðum við Evrópusambandið? Alls tók 87,1% aðspurðra afstöðu til spurningarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert