„Mögulega gengið of langt“

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður allsherjarnefndar Alþingis.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður allsherjarnefndar Alþingis. Mbl.is/Ragnar Axelsson

Spurn­ing hvort gengið hafi verið of langt þegar þess var kraf­ist að lög­regla skæri niður um 10%. Niður­skurður­inn mun kosta sárs­auka­fulla skerðingu á grunnþjón­ustu. Alls­herj­ar­nefnd ósk­ar þess að koma að vinnu dóms­málaráðuneyt­is þegar grunnþjón­usta lög­reglu verður skil­greind.

Lög­reglu­stjóri höfuðborg­ar­svæðis­ins, Stefán Ei­ríks­son, Snorri Magnús­son, formaður Lands­sam­bands lög­reglu­manna og full­trú­ar dóms­málaráðuneyt­is­ins sátu fund með all­herj­ar­nefnd Alþing­is í dag. Var farið yfir stöðu mála í lög­gæslu og nýj­ar hug­mynd­ir dóms­málaráðherra um hagræðingu inn­an lög­regl­unn­ar kynnt­ar.

„Það er ljóst að lög­regl­an á gríðarlega erfitt með að ná þess­um 10% niður­skurði,“ seg­ir Stein­unn Val­dís Óskars­dótt­ir, formaður alls­herj­ar­nefnd­ar. „Það er um­hugs­un­ar­efni hvort ekki hafi verið gengið of langt þegar þess var kraf­ist að lög­regl­an skæri niður um 10% og hvort ekki hefði verið betra að halda sig við 7%, eins heil­brigðis-, mennta- og fé­lags­svið.“

Hún seg­ir það blasa við að ef lög­regl­an þurfi að halda sig við 10% niður­skurð kosti það sárs­auka­fulla skerðingu á grunnþjón­ustu lög­regl­unn­ar. „Það er nokkuð sem eng­inn vill sjá og þess vegna sé ég fulla ástæðu til þess að taka þetta mál upp inn­an þing­flokks Sam­fylk­ing­ar­inn­ar,“ seg­ir Stein­unn.

Dóms­málaráðherra hef­ur skipað í nefnd sem ætlað er að skil­greina grunnþjón­ustu lög­regl­unn­ar. Seg­ir Stein­unn að mik­il­vægt sé að Alþingi komi að þeirri vinnu: „Við óskuðum þess vegna eft­ir því að taka þátt í þess­ari vinnu. Í mín­um huga er lög­gæsla ein af grunnþjón­ust­um sam­fé­lags­ins og því mik­il­vægt að Alþingi komi beint að því að skil­greina grunnþjón­ustu lög­regl­unn­ar.“

Nefnd­in hef­ur ekki lokið um­fjöll­un sinni um málið og verður það tekið upp aft­ur á næstu fund­um, þá jafn­vel með fleiri aðilum en komu á fund henn­ar í dag.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert