Einstaklingar greiða í ár 3,2 milljarða króna í útvarpsgjald, eða nefskattinn sem leysti afnotagjald RÚV af hólmi. Gjaldið er lagt á 187 þúsund einstaklinga en lögaðilar eru þá ótaldir, s.s. fyrirtæki, stofnanir og einkahlutafélög. Búist er við að útvarpsgjaldið muni gefa meira af sér en áætlun upp á 3,8 milljarða króna gaf til kynna. Meðal lögaðila sem nú greiða útvarpsgjald eru hin svonefndu pappírs- eða skúffufyrirtæki. Félög stofnuð kringum verðbréfaeign eða önnur viðskipti og með engan sjáanlegan rekstur, og því hvorki með útvarp né sjónvarp í notkun.